Ákærð fyrir að myrða manninn sem misnotaði hana í 24 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2021 08:42 Valérie Bacot var fyrst nauðgað af stjúpföður sínum þegar hún var 12 ára. Skjáskot/TF1 Í dag hefjast réttarhöld yfir Valérie Bacot, sem er ákærð fyrir að hafa myrt stjúpföður sinn og seinna eiginmann. Bacot hefur játað að hafa orðið manninum að bana en hann nauðgaði henni fyrst þegar hún var 12 ára gömul. Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Heimilisofbeldi er útbreitt vandamál í Frakklandi og það sem af er ári hafa að minnsta kosti 55 konur verið myrtar af maka eða fyrrverandi maka. Þegar Bacot skaut Daniel Polette hafði hann beitt hana ofbeldi í 24 ár, gert hana ólétta að minnsta kosti fjórum sinnum og selt hana í vændi. Franska útgáfan Fayard gaf í maí síðastliðnum út ævisögu Bacot, sem ber heitið „Allir vissu“. Þar greinir Bacot meðal annars frá því hvernig Polette var dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell árið 1995 en flutti aftur inn á heimilið þegar hann losnaði þremur árum seinna og hélt áfram að misnota Bacot. Í bókinni segist Bacot eitt sinn hafa heyrt móður sína segja að sér væri alveg sama hvað Polette gerði við dótturina, svo lengi sem hún yrði ekki ólétt. Það varð hún hins vegar 17 ára gömul en þá flutti Polette hana annað. Bacot eignaðist þrjú börn til viðbótar í kjölfar kynferðisofbeldis Polette. Óttaðist hvað hann myndi gera dóttur þeirra Bacot segist hafa lifað í daglegum ótta við Polette og hvað hann myndi gera henni og börnunum ef hún reyndi að flýja. Polette ákvað að lokum að hætta að vinna og selja Bacot í vændi. Bacot var látin „þjónusta“ viðskiptavini aftur í bifreið en þegar einn viðskiptavinanna nauðgaði henni gafst hún upp, tók byssu sem Polette geymdi í bílnum og skaut hann til bana. Mál Bacot þykir enduróma mál Jaqueline Sauvage, sem var gift ofbeldisfullum alkahólista í 47 ár, sem hún sagði hafa nauðgað sér og dætrum sínum þremur og beitt son þeirra kynferðisofbeldi. Í september árið 2012, daginn eftir að sonur hennar hengdi sig, skaut Sauvage eiginmann sinn til bana. Hún var dæmd í tíu ára fangelsi en náðuð af Francois Hollande Frakklandsforseta eftir þrjú ár. Ákæruvaldið segir Bacot hafa lagt á ráðin um morðið en hún hefur sjálf sagst hafa óttast að Polette myndi misnota dóttur þeirra. Verjendur Bacot segja að fyrir Bacot hafi þetta snúist um líf eða dauða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira