Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir dreymir um að keppa á Ólympíuleikunum en fyrst þarf hún að laga á sér skrokkinn. Instagram/@eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Guðlaug Edda hefur unnið lengi að því að komast á Ólympíuleikanna en er staðráðin í því að láta Ólympíudrauminn lifa til ársins 2024 að minnsta kosti. Það kallar hins vegar á hjálp. Meiðsli Guðlaugar Eddu eru það óvenjuleg meiðsli á mjöðm að þau gera íþróttakonunni erfitt fyrir og kalla hreinlega á sérstaka aðgerð. Bestu möguleikar hennar til að geta haldið áfram baráttunni sinni fyrir sæti á Ólympíuleikum, þá á næstu Ólympíuleikum í París 2024, er að fara í mjaðmaraðgerð. Instagram/@eddahannesd Þetta er ekki ódýr aðgerð en hún er þegar búin að koma sér í samband við einn reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi. Guðlaug Edda biðlar til fólks og fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum að hjálpa henni við kostnaðinn að slíkri aðgerð. „Til þess að hámarka möguleikana mína á góðum árangri og endurkomu í afreksíþróttum þarf ég sérhæfða meðferð sem einblínir sérstaklega á afreksíþróttafólk. Ég hef verið heppin að hafa verið boðin aðgerð og meðferð í meðferðarstöð inni Steadman Clinic í Vail, CO með einum reyndasta mjaðmaskurðlækni í heimi sem hefur nú þegar gert aðgerðir á yfir 1000 afreksíþróttafólki. Öll meðferðin kostar upp að 7millj. ísl. kr,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðlum sínum. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fædd árið 1994 og verður því á þrítugasta aldursári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í París sumarið 2024. Hún þarf aðgerð þar sem mjaðmaskálin hennar er sett aftur saman og skafað af lærbeinshöfðinu á vinstri mjöðm þar sem þessi meiðsli hafa nú þegar valdið skemmdum inni í mjaðmarliðnum. Það er ekki auðvelt fyrir Guðlaug Eddu að biðja um pening en nauðsynlegt. „Ég vildi óska þess að ég þurfi ekki að biðja um fjárhagsaðstoð en ég mun ekki getað farið í aðgerðina og borgað fyrir alla meðferðina sjálf. Íþróttaferilinn minn hefur alltaf verið minn en núna verður hann okkar. Í hverri einustu keppni sem ég fer í eftir aðgerðina mun ég hlaupa með mjaðmir sem þú hjálpaðir mér að laga. Íþróttir verða ekki bara um mig lengur, ferilinn minn verður miklu stærri en bara ég,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það má sjá meira um þetta og hvernig hægt er að styðja við bakið á henni með því að smella á fésbókarfærslu hennar hér fyrir neðan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira