„Við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks“ Atli Arason skrifar 20. júní 2021 22:32 Sævar Atli með boltann fyrr í sumar. vísir/hulda margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, var augljóslega svekktur með 1-0 tapið gegn Keflavík er hann kom í viðtal við Vísi strax eftir leik. „Þetta er súrt. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel. Þeir áttu fyrstu 10 mínúturnar, við vorum lengi í gang og þeir skora úr föstu leikatriði sem við eigum klárlega að gera betur. Síðan er þetta jafnt, alveg stál í stál í fyrri hálfleik. Síðan komum við út í seinni hálfleik og erum þar miklu betri. Þeir liggja djúpt og við fengum 2-3 mjög góð færi til að jafna þennan leik en það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Sævar Atli. Leiknir var eins og Sævar segir rosalega lengi í gang í dag. Keflavík átti öll hættulegu færi leiksins á fyrstu mínútunum. Leiknismenn sýndu lítið fram á við og það var ekki fyrr en á 75. mínútu leiksins þar sem fyrsta skot Leiknis á markramma Keflavíkur kemur. Sævar var spurður að því af hverju þeir voru svona lengi að komast í gang. „Ég veit það ekki. Mér fannst við alveg vera gíraðir í upphitun og svona en það er ekki hægt að taka mark á því. Þetta er góð spurning því við þurfum klárlega að gera betur í þessu því að við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks,“ svaraði Sævar. Eftir flotta byrjun á mótinu hefur aðeins hallað undir hjá Leikni sem kom inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Gæti verið að töpin í undanförnum leikjum hafi setið eitthvað í Leiknismönnum í dag? „Nei alls ekki. Mér fannst við spila vel á móti HK í leik sem við töpuðum. KR leikurinn var algjörlega off en seinni hálfleikurinn í dag er góður. Ég hef engar áhyggjur, við þurfum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, að lokum. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
„Þetta er súrt. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel. Þeir áttu fyrstu 10 mínúturnar, við vorum lengi í gang og þeir skora úr föstu leikatriði sem við eigum klárlega að gera betur. Síðan er þetta jafnt, alveg stál í stál í fyrri hálfleik. Síðan komum við út í seinni hálfleik og erum þar miklu betri. Þeir liggja djúpt og við fengum 2-3 mjög góð færi til að jafna þennan leik en það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Sævar Atli. Leiknir var eins og Sævar segir rosalega lengi í gang í dag. Keflavík átti öll hættulegu færi leiksins á fyrstu mínútunum. Leiknismenn sýndu lítið fram á við og það var ekki fyrr en á 75. mínútu leiksins þar sem fyrsta skot Leiknis á markramma Keflavíkur kemur. Sævar var spurður að því af hverju þeir voru svona lengi að komast í gang. „Ég veit það ekki. Mér fannst við alveg vera gíraðir í upphitun og svona en það er ekki hægt að taka mark á því. Þetta er góð spurning því við þurfum klárlega að gera betur í þessu því að við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks,“ svaraði Sævar. Eftir flotta byrjun á mótinu hefur aðeins hallað undir hjá Leikni sem kom inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Gæti verið að töpin í undanförnum leikjum hafi setið eitthvað í Leiknismönnum í dag? „Nei alls ekki. Mér fannst við spila vel á móti HK í leik sem við töpuðum. KR leikurinn var algjörlega off en seinni hálfleikurinn í dag er góður. Ég hef engar áhyggjur, við þurfum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, að lokum.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira