Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 19:43 Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson. vísir/bára Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil. Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“ HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Sjá meira
Brynjar Björn var spurður að því eftir leik hvort hans menn gætu verið ósáttir við að ná ekki allavega einu stigi úr leiknum í dag miðað við hvernig leikurinn þróaðist seinustu mínútur leiksins. „Já að vissu leyti en skaðinn var skeður eiginlega í fyrri hálfleik. Engu að síður var það ekkert mikið að segja í hálfleik en að vera aðeins árasargjarnari og pressa örlítið meira á Stjörnuna. Þetta voru vonbrigði að fá á sig þessi tvö mörk en upp úr því þá snerist þetta um að ná næsta marki í leikinn sem við gerðu og gaf okkur færi á að ná einhverju út úr leiknum og fengum við færi til þess en það var ekki svo í dag.“ HK hefur ekki átt góðu gengi að fagna í deildinni undanfarna leiki og var Brynjar spurður út í það hvernig væri hægt að snúa skipinu við. „Baslið er að við erum ekki að fá nógu mikið af stigum en svona 80-90 prósent af tímanum erum við að spila vel fyrir utan kannski síðasta leik. Við vorum fínir hérna í seinni hálfleik og erum að fá góðar frammistöður en við þurfum að fara að fá stig. Það þýðir ekkert annað en að halda áfram og berjast við erum með þannig hóp. Við þurfum að setja hælana í grasið og rífa okkur áfram.“ HK fékk dæmt á sig víti en markvörður liðsins gerði vel í að verja það og var Brynjar spurður út í hvort hann teldi það vera víti eða hvort það skipti engu máli þar sem það klikkaði. „Það var bara dæmt víti og Arnar varði það sem betur fer. Hefði verið mjög óheppilegur tímapunktur hefðu þeir skorað þarna þar sem við vorum nýbúnir að skora en þetta var samt ódýrt víti ef þú vilt fá að heyra mitt álit á því.“ Að lokum var spurt út í stöðuna á Martin Rauschenberg en hann er á láni til HK frá Stjörnunni og spilaði því ekki leikinn í dag á móti sínu liði. Brynjar hefði náttúrlega viljað að hann gæti spilað en var á því að þetta væri eðlilegt. „Þetta var nú svona í Englandi svo það kæmu ekki upp einhverjar óþægilegar stöður þegar menn voru að spila á móti sínum eigin liðum. Mér finnst þetta nokkuð eðlilegt bara að menn séu ekki að spila á móti sínum liðum en á sama tíma í okkar tilfelli, án þess þó að ég ætli að fullyrða það, þá held ég að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur. Þannig að mögulega hefði hann átt að fá að spila í dag.“
HK Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Sjá meira