Stóra táin á Durant réði úrslitum - Milwaukee áfram eftir oddaleik Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 09:30 Durant og Antetokounmpo í baráttunni í leik næturinnar. Getty Images/ Elsa Milwaukee Bucks unnu frækinn 115-111 útisigur á Brooklyn Nets í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Spennan í leiknum var gríðarleg. Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum