Fótbolti

Auddi eins og Pepe en Steindi krakkinn með tyggjóið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Auddi og Steindi voru hressir.
Auddi og Steindi voru hressir. mynd/skjáskot

Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru gestirnir EM í dag hjá þeim Helenu Ólafsdóttir og Guðmundi Benediktssyni í gærkvöldi.

Farið var um víðan völl með þá skemmtikrafta í settinu og meðal annars sagði Gummi Ben að eftir samtöl sín við félaga Auðuns þá væri einn leikmaður sem líktist honum inni á vellinum. Varnarmaðurinn Pepe.

„Ég var kannski svona í yngri flokkunum en ekki sem fullorðinn maður eins og Pepe,“ sagði Auddi og hélt áfram:

„Ég fékk einu sinni rautt spjald fyrir olnbogaskot. Gaurinn gerði ekkert við mig en ég fór að rútunni, ristaði á mér hnéð með stein og sagði við þjálfarann: Þetta er ástæðan fyrir því að ég sló hann.“

„Ég var veikur en þetta hætti sem fullorðinn maður en Pepe. Hvað er hann, fimmtugur, og hann er enn svona!“

„Það er keppnisskap en það hefur minnkað aðeins.“

Næst var Steindi spurður að því hvernig hann væri en hann var fámáll. Auddi tók þá við boltanum á ný.

„Steindi er eins og krakkarnir sem eru nýbyrjaðir að æfa fótbolta og eru með tyggjóið hjá stönginni. Honum er alveg sama hvort að þeir séu að vinna eða tapa.“

Steindi var ekki sammála honum en innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag - Auddi og Steindi

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×