Fótbolti

Sjáðu sjálfsmörkin og skyndisóknina mögnuðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var hiti í mönnum enda mikið undir.
Það var hiti í mönnum enda mikið undir. Kai Pfaffenbach/Getty

Það er allt opið í D-riðlinum á EM í fótbolta. Þýskaland vann 4-2 sigur á Portúgal í dag og eru með þrjú stig, eins og Portúgalar, en Frakkar eru með fjögur og Ungverjar eitt.

Portúgal komst yfir með marki Cristiano Ronaldo eftir magnaða skyndisókn en tvö sjálfsmörk Portúgala komu þeim þýsku yfir fyrir hlé.

Kai Havertz bætti við þriðja marki Þýskalands í upphafi fyrri hálfleiks og Robin Gosens kom Þýskalandi í 4-1 á 60. mínútu.

Diogo Jota minnkaði muninn áður en yfir lauk en lokatölur 4-2 og gjörsamlega allt opið í dauðariðlinum.

Öll mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: Portúgal - Þýskaland 2-4

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir

Þýskur sigur í stórleiknum

Þýskaland hafði betur gegn Portúgal, 4-2, í stórleik dagsins á Evrópumótinu í fótbolta. Portúgal komst yfir í leiknum en þeir þýsku skoruðu svo fjögur mörk áður en Portúgal minnkaði muninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×