Óvænt í forystu eftir tvo hringi Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 11:00 Bretinn Richard Bland leiðir eftir tvo hringi, sá elsti í sögu mótsins sem gerir það. Getty Images/Dean Mouhtaropoulos Hinn 48 ára gamli Breti, Richard Bland, er með forystu á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, þegar tveir hringir eru búnir af mótinu. Russell Henley deilir með honum toppsætinu. Aðeins tæpur mánuður er síðan hinn fimmtugi Phil Mickelson varð sá elsti til að fagna sigri á PGA-meistaramótinu og halda eldri kylfingar áfram að koma á óvart eftir strembinn vetur sem einkennst hefur af COVID 19 faraldrinum. Hinn 48 ára gamli Stewart Cink vann tvo titla á PGA-mótaröðinni á síðustu níu mánuðum og jafnaldri hans Lee Westwood varð annar á tveimur mótum röð, Arnold Palmer-boðsmótinu og Players meistaramótinu. Solo leader Russell Henley moves to -6 and one clear of the field at the #USOpen pic.twitter.com/k9gfzFFzT5— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 Bland er sá elsti í sögunni til að leiða US Open eftir tvo hringi en hann er aðeins að keppa á sínu fjórða risamóti á ferlinum. Aðeins rúmur mánuður er síðan hann vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum, sem var hans 478. mót á túrnum. Bretinn Bland fékk sjö fugla á hringnum í gær og þrjá skolla og lék því á fjórum undir parinu. Hann er á fimm höggum undir pari í heildina, líkt og Bandaríkjamaðurinn Russell Henley sem fór hring gærdagsins á höggi undir pari. Halfway home in the 121st #USOpen Championship!T1. @blandy73T1. @russhenleygolfT3. @Louis57TM T3. @matthew_wolff5 pic.twitter.com/lBh1L8wdq2— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 Fast á hæla þeirra fylgja Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og hinn 22 ára gamli Matthew Wolff á fjórum undir parinu og næst á eftir þeim eru Bubba Watson og Jon Rahm á þremur undir pari. Þriðji hringur mótsins hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýnt beint frá honum á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna bandaríska Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Aðeins tæpur mánuður er síðan hinn fimmtugi Phil Mickelson varð sá elsti til að fagna sigri á PGA-meistaramótinu og halda eldri kylfingar áfram að koma á óvart eftir strembinn vetur sem einkennst hefur af COVID 19 faraldrinum. Hinn 48 ára gamli Stewart Cink vann tvo titla á PGA-mótaröðinni á síðustu níu mánuðum og jafnaldri hans Lee Westwood varð annar á tveimur mótum röð, Arnold Palmer-boðsmótinu og Players meistaramótinu. Solo leader Russell Henley moves to -6 and one clear of the field at the #USOpen pic.twitter.com/k9gfzFFzT5— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 Bland er sá elsti í sögunni til að leiða US Open eftir tvo hringi en hann er aðeins að keppa á sínu fjórða risamóti á ferlinum. Aðeins rúmur mánuður er síðan hann vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum, sem var hans 478. mót á túrnum. Bretinn Bland fékk sjö fugla á hringnum í gær og þrjá skolla og lék því á fjórum undir parinu. Hann er á fimm höggum undir pari í heildina, líkt og Bandaríkjamaðurinn Russell Henley sem fór hring gærdagsins á höggi undir pari. Halfway home in the 121st #USOpen Championship!T1. @blandy73T1. @russhenleygolfT3. @Louis57TM T3. @matthew_wolff5 pic.twitter.com/lBh1L8wdq2— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 Fast á hæla þeirra fylgja Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen og hinn 22 ára gamli Matthew Wolff á fjórum undir parinu og næst á eftir þeim eru Bubba Watson og Jon Rahm á þremur undir pari. Þriðji hringur mótsins hefst klukkan 17:00 í dag og verður sýnt beint frá honum á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna bandaríska Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira