Kona jaðarsetningar og forréttinda? Ellen Jacqueline Calmon skrifar 19. júní 2021 09:30 Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar