Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 20:55 John McGinn og Luke Shaw í baráttunni í kvöld. Sá fyrrnefndi var sá eini sem fékk spjald í leik kvöldsins. Pool/Getty Images/Matt Dunham England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Spennan var gríðarleg fyrir leik kvöldsins þar sem fjölmiðlar á Bretlandseyjum lögðu hann upp sem stríð milli grannþjóðanna. Óhætt er að segja að ekki hafi ræst úr því. Englendingar áttu besta færi fyrri hálfleiksins eftir aðeins ellefu mínútna leik þegar John Stones var einn á auðum sjó eftir hornspyrnu Masons Mount frá hægri en skalli Stones small í stönginni. Frá fáu öðru er að segja í fyrri hálfleiknum þar sem leikurinn var bæði hægur og tilþrifalítill. Stephen O‘Donnell, bakvörður Skota, átti einu marktilraunina sem hitti markið á 30. mínútu þegar Jordan Pickford gerði vel að verja skot hans úr teignum. Markalaust var í hléi. Sama sagan í síðari hálfleik Englendingar ógnuðu strax í upphafi síðari hálfleiks þar sem Mason Mount átti fyrstu marktilraun þeirra í leiknum á markið, sem David Marshall sá við. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum átti Lyndon Dykes skot að marki Englands eftir horn sem Reece James virtist bjarga á línu. Ekki er þó víst að boltinn hafi í raun verið á leið á markið. Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri. Englendingar voru meira með boltann gegn þéttum og djúpum Skotum en Englendingar gerðu einnig lítið af því að pressa þegar Skotarnir héldu í boltann. Bæði lið sátu djúpt og gáfu andstæðingnum tíma á boltann á meðan þau lokuðu svæðunum næst marki. Það var uppskrift að hægum leik, leiknum af litlum ákafa. Stuðullinn var líkast til ansi hár á það að aðeins eitt gult spjald færi á loft í kvöld, það fékk Skotinn John McGinn. Stríðið sem lofað var hófst aldrei, og sættust liðin á jafnan hlut. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Englendingar eru þá ásamt Tékkum á toppi riðilsins eftir tvo leiki, bæði með fjögur stig. Skotar eru með eitt stig, líkt og Króatar, og munu þau mætast í úrslitaleik um framhaldið á Hampden Park í lokaumferð riðilsins. Tékkar og Englendingar keppast aftur á móti um toppsætið á Wembley. EM 2020 í fótbolta
England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Spennan var gríðarleg fyrir leik kvöldsins þar sem fjölmiðlar á Bretlandseyjum lögðu hann upp sem stríð milli grannþjóðanna. Óhætt er að segja að ekki hafi ræst úr því. Englendingar áttu besta færi fyrri hálfleiksins eftir aðeins ellefu mínútna leik þegar John Stones var einn á auðum sjó eftir hornspyrnu Masons Mount frá hægri en skalli Stones small í stönginni. Frá fáu öðru er að segja í fyrri hálfleiknum þar sem leikurinn var bæði hægur og tilþrifalítill. Stephen O‘Donnell, bakvörður Skota, átti einu marktilraunina sem hitti markið á 30. mínútu þegar Jordan Pickford gerði vel að verja skot hans úr teignum. Markalaust var í hléi. Sama sagan í síðari hálfleik Englendingar ógnuðu strax í upphafi síðari hálfleiks þar sem Mason Mount átti fyrstu marktilraun þeirra í leiknum á markið, sem David Marshall sá við. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum átti Lyndon Dykes skot að marki Englands eftir horn sem Reece James virtist bjarga á línu. Ekki er þó víst að boltinn hafi í raun verið á leið á markið. Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri. Englendingar voru meira með boltann gegn þéttum og djúpum Skotum en Englendingar gerðu einnig lítið af því að pressa þegar Skotarnir héldu í boltann. Bæði lið sátu djúpt og gáfu andstæðingnum tíma á boltann á meðan þau lokuðu svæðunum næst marki. Það var uppskrift að hægum leik, leiknum af litlum ákafa. Stuðullinn var líkast til ansi hár á það að aðeins eitt gult spjald færi á loft í kvöld, það fékk Skotinn John McGinn. Stríðið sem lofað var hófst aldrei, og sættust liðin á jafnan hlut. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Englendingar eru þá ásamt Tékkum á toppi riðilsins eftir tvo leiki, bæði með fjögur stig. Skotar eru með eitt stig, líkt og Króatar, og munu þau mætast í úrslitaleik um framhaldið á Hampden Park í lokaumferð riðilsins. Tékkar og Englendingar keppast aftur á móti um toppsætið á Wembley.