Króli og Rakel Björk gefa út dansmyndbandið Smellum saman Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2021 10:11 Pipar\TBWA framleiddi Smellum saman myndbandið í samstarfi við Republik Í dag kom út nýtt lag og myndband frá Króla og Rakel Björk. Um er að ræða kraftmikinn sumarsmell um ástina, lífið og mikilvægi þess að smella saman. Að baki laginu Smellum saman er jafnframt boðskapurinn um að við smellum öryggisbeltunum á okkur áður en lagt er af stað í hverja ökuferð. Í stað þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum vísar lagið, sem og myndbandið, til jákvæðni, gleði, vináttu og virðingar fyrir okkur sjálfum og öðrum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Króli og Rakel Björk - Smellum saman Á hverju ári slasast alvarlega og látast einstaklingar sem allar líkur eru taldar á að hefðu sloppið nánast ómeiddir ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Öryggisbeltin eiga og þurfa að vera hluti af daglegu lífi okkar — okkar allra. Rétt eins og ástin, vináttan, gleðin og samband okkar við fólk sem okkur þykir vænt um. Það getum við tryggt með því að smella saman. Þrátt fyrir að öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og gildi eru Íslendingar í sautjánda sæti Evrópuþjóða hvað varðar notkun öryggisbelta, neðst Norðurlandanna, og einn af hverjum tíu sleppir beltinu alfarið. Með einum smelli Myndband lagsins, sem líkja má við stutta dans- og söngvamynd, vekur vonandi jákvæðar hugrenningar sem fá okkur til að spenna beltin og komast í fyrsta sæti Evrópuþjóða í notkun öryggisbelta — þannig fáum við tryggt enn betur öryggi okkar og lífsgæði. Með einum smelli getum við komist í sigursætið. Samgöngustofa stendur að átakinu Smellum saman en um framleiðslutaumana heldur auglýsingastofan Pipar\TBWA. Snæbjörn Ragnarsson samdi lag og texta en tónlistin var framleidd af Hafsteini Þráinsyni, Kristni Óla Haraldssyni og Starra Snæ Valdimarssyni. Reynir Lyngdal leikstýrði myndbandinu sem Pipar\TBWA framleiddi í samstarfi við Republik. Danshöfundur er Chantelle Carey en dansinn vísar í umferðina, akstur og sætisbeltin sjálf. Og nú er komið að okkur öllum að dansa! „Smellum saman í allt sumar og um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu um lagið, sem má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Textann má sjá hér fyrir neðan. Öll við þráum sannarlega tryggð og traust, við trúum því að öryggið sé endalaust, en hamingjan er brothætt þegar hættan steðjar að. Svo er nú það. Lukkan stýrir okkur yfir lífsins veg. Léttúðin er sannarlega hættuleg. Við förum okkur hægt meðan við finnum rétta slóð, á þessum skrjóð. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Nýtum þennan yndislega dýrðardag og drífum okkur tvö í þetta ferðalag. Á þjóðveginum mætir okkur þoka, regn og snjór og hann er mjór. Förum gegnum skafrenninginn hönd í hönd, hinum megin sólarljós og ókunn lönd. Við bundin erum ástinni með beltin þéttingsföst og það er möst. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Tónlist Umferðaröryggi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Að baki laginu Smellum saman er jafnframt boðskapurinn um að við smellum öryggisbeltunum á okkur áður en lagt er af stað í hverja ökuferð. Í stað þess að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum vísar lagið, sem og myndbandið, til jákvæðni, gleði, vináttu og virðingar fyrir okkur sjálfum og öðrum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Króli og Rakel Björk - Smellum saman Á hverju ári slasast alvarlega og látast einstaklingar sem allar líkur eru taldar á að hefðu sloppið nánast ómeiddir ef þeir hefðu notað öryggisbelti. Öryggisbeltin eiga og þurfa að vera hluti af daglegu lífi okkar — okkar allra. Rétt eins og ástin, vináttan, gleðin og samband okkar við fólk sem okkur þykir vænt um. Það getum við tryggt með því að smella saman. Þrátt fyrir að öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og gildi eru Íslendingar í sautjánda sæti Evrópuþjóða hvað varðar notkun öryggisbelta, neðst Norðurlandanna, og einn af hverjum tíu sleppir beltinu alfarið. Með einum smelli Myndband lagsins, sem líkja má við stutta dans- og söngvamynd, vekur vonandi jákvæðar hugrenningar sem fá okkur til að spenna beltin og komast í fyrsta sæti Evrópuþjóða í notkun öryggisbelta — þannig fáum við tryggt enn betur öryggi okkar og lífsgæði. Með einum smelli getum við komist í sigursætið. Samgöngustofa stendur að átakinu Smellum saman en um framleiðslutaumana heldur auglýsingastofan Pipar\TBWA. Snæbjörn Ragnarsson samdi lag og texta en tónlistin var framleidd af Hafsteini Þráinsyni, Kristni Óla Haraldssyni og Starra Snæ Valdimarssyni. Reynir Lyngdal leikstýrði myndbandinu sem Pipar\TBWA framleiddi í samstarfi við Republik. Danshöfundur er Chantelle Carey en dansinn vísar í umferðina, akstur og sætisbeltin sjálf. Og nú er komið að okkur öllum að dansa! „Smellum saman í allt sumar og um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu um lagið, sem má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Textann má sjá hér fyrir neðan. Öll við þráum sannarlega tryggð og traust, við trúum því að öryggið sé endalaust, en hamingjan er brothætt þegar hættan steðjar að. Svo er nú það. Lukkan stýrir okkur yfir lífsins veg. Léttúðin er sannarlega hættuleg. Við förum okkur hægt meðan við finnum rétta slóð, á þessum skrjóð. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Nýtum þennan yndislega dýrðardag og drífum okkur tvö í þetta ferðalag. Á þjóðveginum mætir okkur þoka, regn og snjór og hann er mjór. Förum gegnum skafrenninginn hönd í hönd, hinum megin sólarljós og ókunn lönd. Við bundin erum ástinni með beltin þéttingsföst og það er möst. Ég býð þér upp í bílinn með mér og við brunum strax af stað. Við eigum okkur lítinn leynistað. Og núna finn ég að við smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Þú og ég, við höldum heim á leið. Við smellum saman bæði tvö. Hjörtun okkar smella saman bæði tvö. Smellum saman, já við smellum saman og farsældin til ferðalaga fylgir okkur alla daga. Smellum saman, já við smellum saman og lífið aldrei beitir brellum bara ef við alltaf smellum saman.
Tónlist Umferðaröryggi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira