Lífið

Svona var stemmningin á höfuð­borgar­svæðinu í dag

Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa
Þjóðlegt um að lítast í miðbæ Reykjavíkur í dag.
Þjóðlegt um að lítast í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Það var glatt á hjalla í miðbæ Reykjavíkur og Kópavogs í dag þegar landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum 17. júní.

Síðustu mánuðir hafa einkennst af skorti á hátíðarhöldum og, myndu sumir segja, almennum leiðindum. Það hefur því eflaust verið mörgum kærkomið að geta farið um höfuðborgarsvæðið þar sem margt var að sjá og gera á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Hér að neðan gefur að líta lítið sýnishorn af því sem um var að vera í Reykjavík og Kópavogi í tilefni af 17. júní í dag.

Lúðrasveit leikur listir sínar, líkt og algengt er á 17. júní.Vísir/BEB
Alls konar list hefur verið til sýnis í tilefni dagsins.Vísir/BEB
Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í tilefni dagsins.Vísir/BEB
Hér sé stuð.Vísir/BEB
Þá var fjöldi fólks saman kominn í Kópavogi í dag.Vísir/BEB
Víða mátti sjá íslenska fánanum bregða fyrir í dag, enda á lýðveldið Ísland afmæli í dag, eins og skáldið sagði.Vísir/BEB
Boðið var upp á ýmislegt sniðugt í tengslum við hátíðarhöldin í Kópavogi. Hér má til dæmis sjá mann. Hann er í blöðru, eða öðru álíka.Vísir/BEB
Þetta er eflaust erfitt að leika eftir.Vísir/BEB
Listsköpun hefur víða fengið að njóta sín í dag.Vísir/BEB





Fleiri fréttir

Sjá meira


×