Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi Andri Sigurðsson skrifar 17. júní 2021 11:01 Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sósíalismi snýst um að auk frelsi og að frelsa verka og launafólk undan ofríki kapítalismans þar sem atvinnumissir getur endað í skuldafeni og fátækt. Sósíalistar vilja raunverulegt frelsi, efnahagslegt réttlæti og lýðræði svo sem flestir geta látið drauma sína rætast. Sósíalistar vilja samfélag þar sem launafólk þarf ekki að óttast afleiðingar atvinnumissis, að missa húsnæðið sitt, eða vera plagað af fjárhagsáhyggjum ef það veikist. Frelsi er að hafa aðgang að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og þurfa ekki að steypa sér í skuldir ofan á veikindin. Frelsi er að búa við húsnæðisöryggi þar sem meirihluti tekna þinna rennur ekki til leigusala. Húsnæði þar sem fólk þarf ekki að flytja annað hvert ár. Frelsi er að vita að þú og börnin þín hafið aðgang að sömu menntun og aðrir þó þið séuð ekki efnuð. Frelsi er að fá að búa í þínum heimabæ þó svo að kvótinn hafi farið fyrir löngu. Frelsi er að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og sumarfríi. Frelsi er að þurfa ekki að fljúga til Reykjavíkur til að fara til læknis. Frelsi er að vera smábátasjómaður og veiða fiskinn í sjónum, því þetta er fiskurinn okkar. Frelsi er að fá að fæða börnin þín í þinni heimabyggð en ekki uppi á heiði í sjúkrabíl. Frelsi er að óttast ekki að missa vinnuna því þú veist að samfélagið mun grípa þig. Frelsi er að hafa eitthvað um það að segja hvernig bærinn þinn byggist upp og hvort fjörðurinn verði notaður undir laxeldi. Frelsi er að koma að ákvörðunum sem varða líf þitt, hvort sem það er í samfélaginu eða vinnustaðnum. Frelsi er að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu virtar. Og frelsi er að geta tjáð skoðanir sínar án þess að óttast að missa vinnuna. Frelsi er ekki aðeins frelsi til þess að græða og verða ríkur. Takmarkalaust frelsi til að auðgast bitnar á samfélaginu því slíkt leiðir til ójafnaðar og fátæktar þegar hin ríku sölsa sífellt undir sig stærri hluta samfélagsins. Hugmyndin um að kapítalismi auki frelsi er snjöll. Þannig er raunveruleikanum snúið á haus því kerfi sem byggir á stéttaskiptingu og ótta, þar sem auður og eignir eru að mestu undir stjórn örfárra, og þar sem sífellt stærri hluti samfélagsins er einkavæddur og markaðsvæddur, getur aldrei tryggt frelsi nema útvaldra. Á markaði fær sá að kaupa sem býður mest. Í kapítalismanum er auður hinna ríku byggður á vinnu, svita og tárum verkafólks. Verkafólks sem oft nær varla endum saman þar sem húsnæðiskostnaður vex stjórnlaust. Hverskonar réttlæti er það og hverskonar frelsi er það? Staðreyndin er sú að við áttum eitt sinn gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Eitt sinn byggðum við skóla, hafnir, sjúkrahús og innviði um allt land með arðinum af sjávarauðlindinni. Við áttum kerfi þar sem smábátasjómenn gátu veitt fisk og byggt afkomu sína á slíkum veiðum. Íslendingar börðust saman fyrir almennum kosningarétti, almannatryggingum, og réttinum til sumarfrís og atvinnuleysisbóta. Við börðumst saman í þorskastríðunum. Sagan er full af dæmum um stórkostlega sigra almennings í átt til aukins frelsis. Kjósum með frelsi og gegn ofríki og vangetu kapítalismans í haust. Sósíalistar trúa að hægt sé að auka frelsi okkar allra, ekki aðeins hinna fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun