Eiður Smári í tímabundið leyfi: Mun svo sannarlega taka á mínum málum Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 15:09 Eiður Smári Guðjohnsen verður áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir tímabundið leyfi. Getty/Marc Atkins Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Guðjohnsen þar sem segir að hann sé kominn í tímabundið leyfi frá starfi sínu sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. KSÍ hefur veitt Eiði skriflega áminningu en lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun hans að leita sér hjálpar og mun Eiður snúa aftur til starfa fyrir næstu landsleiki. Óvissa hefur ríkt um stöðu Eiðs sem aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir að myndband af honum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hann sást kasta af sér vatni að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Þá vakti athygli í mars síðastliðnum þegar Eiður virtist undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf Eiðs hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Nú er ljóst að hann heldur starfi sínu og kveðst Eiður ætla að taka á sínum persónulegu málum, eins og hann orðar það í yfirlýsingu. Næstu landsleikir Íslands eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar Rúmenía, Norður-Makedónía og Þýskaland koma á Laugardalsvöll. Eiður verður að óbreyttu með í því verkefni. Í tilkynningu KSÍ segir: Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta. Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Eiði Smára: „Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“ KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13 Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
KSÍ hefur veitt Eiði skriflega áminningu en lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun hans að leita sér hjálpar og mun Eiður snúa aftur til starfa fyrir næstu landsleiki. Óvissa hefur ríkt um stöðu Eiðs sem aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir að myndband af honum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem hann sást kasta af sér vatni að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Þá vakti athygli í mars síðastliðnum þegar Eiður virtist undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf Eiðs hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Nú er ljóst að hann heldur starfi sínu og kveðst Eiður ætla að taka á sínum persónulegu málum, eins og hann orðar það í yfirlýsingu. Næstu landsleikir Íslands eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar Rúmenía, Norður-Makedónía og Þýskaland koma á Laugardalsvöll. Eiður verður að óbreyttu með í því verkefni. Í tilkynningu KSÍ segir: Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta. Í tilkynningunni er eftirfarandi haft eftir Eiði Smára: „Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“
Vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta.
„Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd. Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum. Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum. Alltaf einn af ykkur, Eiður Smári.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13 Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39 KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Konan sem tók myndskeiðið hafði ekki hugmynd um að þar færi Eiður Smári Guðjohnsen Staða Eiðs Smára Guðjohnsen hjá KSÍ, sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í óvissu eftir að myndband birtist af fótboltakappanum þar sem hann undir áhrifum kastaði þvagi á gamla Hallærisplaninu fyrir allra augum. 15. júní 2021 14:13
Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. 14. júní 2021 15:39
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45