Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 14:45 Einar Þorsteinn Ólafsson kom með beinum hætti að sex mörkum Vals gegn Haukum í gær. vísir/Hulda Margrét Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira