Paul Pogba: Óþarfi að refsa Rudiger fyrir nartið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 08:00 Paul Pogba segir aðstoðardómaranum frá því að Antonio Rudiger hafi bitið sig. AP/Matthias Hangst Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba segir að Þjóðverjinn Antonio Rudiger hafi bitið í öxlina á honum í leik Frakklands og Þýskalands á EM í gær. Frakkar unnu 1-0 sigur á Þjóðverjum í leiknum og þessi þrjú stig skiptu Pogba öllu máli. Ef að leikurinn hefði tapast þá væri hljóðið kannski öðruvísi í honum. Leikmönnunum lenti saman í lok fyrri hálfleiks og þar sást Pogba kvarta mikið undan Rudiger við aðstoðardómarann sem var rétt hjá þeim. „Ég er ekki væla um spjöld, gult eða rautt, vegna svona framkomu. Hann nartaði í mig, tók smábita. Við höfum þekkst mjög lengi,“ sagði Paul Pogba. Antonio Rudiger spilaði með grímu í leiknum og var frekar ógnvænlegur ekki síst þegar hann var farinn að bíta mótherjana. Klippa: Hann er með grímu og heldur kannski að hann sé ósýnilegur Kjartan Henry Finnbogason var sérfræðingur leiksins á Stöð 2 Sport. „Hann er með grímu, ég veit ekki hvort hann haldi að hann sé ósýnilegur,“ sagði Kjartan Henry léttur en hér fyrir ofan má sjá atvikið og stutta umræðum um atvikið. Pogba vildi gera lítið úr atvikið eftir leik og segir að málinu sé lokið. „Ég sagði dómaranum frá þessu og hann tekur ákvarðanirnar. Hann tók sína ákvörðun og þar með var þetta búið,“ sagði Pogba. „Þetta var frábær leikur fyrir okkur og ég vil ekki að hann verði settur í bann fyrir þetta. Við föðmuðust í lok leiksins og þar með var þetta mál búið,“ sagði Pogba. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Frakkar unnu 1-0 sigur á Þjóðverjum í leiknum og þessi þrjú stig skiptu Pogba öllu máli. Ef að leikurinn hefði tapast þá væri hljóðið kannski öðruvísi í honum. Leikmönnunum lenti saman í lok fyrri hálfleiks og þar sást Pogba kvarta mikið undan Rudiger við aðstoðardómarann sem var rétt hjá þeim. „Ég er ekki væla um spjöld, gult eða rautt, vegna svona framkomu. Hann nartaði í mig, tók smábita. Við höfum þekkst mjög lengi,“ sagði Paul Pogba. Antonio Rudiger spilaði með grímu í leiknum og var frekar ógnvænlegur ekki síst þegar hann var farinn að bíta mótherjana. Klippa: Hann er með grímu og heldur kannski að hann sé ósýnilegur Kjartan Henry Finnbogason var sérfræðingur leiksins á Stöð 2 Sport. „Hann er með grímu, ég veit ekki hvort hann haldi að hann sé ósýnilegur,“ sagði Kjartan Henry léttur en hér fyrir ofan má sjá atvikið og stutta umræðum um atvikið. Pogba vildi gera lítið úr atvikið eftir leik og segir að málinu sé lokið. „Ég sagði dómaranum frá þessu og hann tekur ákvarðanirnar. Hann tók sína ákvörðun og þar með var þetta búið,“ sagði Pogba. „Þetta var frábær leikur fyrir okkur og ég vil ekki að hann verði settur í bann fyrir þetta. Við föðmuðust í lok leiksins og þar með var þetta mál búið,“ sagði Pogba. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira