Segist hafa fallið á lyfjaprófi vegna þess að hún borðaði svínakjöt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Shelby Houlihan komst í úrslit í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum fyrir fimm árum. getty/Stephen McCarthy Bandaríska hlaupakonan Shelby Houlihan hefur verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna notkunar ólöglegra lyfja. Hún segir að vefja með svínakjöti sem hún borðaði kvöldið fyrir lyfjaprófið hafi orsakað það að hún féll á því. Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika. Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira
Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sjá meira