Mickelson slökkti á símanum sínum og lokaði sig af í aðdraganda US Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 13:31 Phil Mickelson sést hér á æfingahringnum sínum á Torrey Pines golfvellinum í San Diego. AP/Gregory Bull Einn kylfingur er sérstaklega spenntur fyrir Opna bandaríska risamótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur. Bandaríkjamanninum Phil Mickelson dreymir um að vinna Opna bandaríska í fyrsta sinn á ferlinum í þessari viku og hann lokaði sig af í aðdraganda mótsins til að undirbúa sig sem best fyrir þetta frábæra tækifæri. Mickelson fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu á dögunum og er því með bullandi sjálfstraust. Það er samt annað sem gerir mótið mjög spennandi fyrir hann því það fer fram á hálfgerðum heimavelli hans. "I really made an effort here, having the last week off, to spend time out here and really learn, re-learn the greens."Here's why @PhilMickelson needed to do so after decades of playing at @GolfTorrey: https://t.co/PSqtTUTYCw pic.twitter.com/gnaZfV0ywp— Golf Digest (@GolfDigest) June 15, 2021 Opna bandaríska er spilað á Torrey Pines en þetta er heimabær Phil Mickelson og golfvöllurinn sem hann ólst upp á. „Þetta er einstakt tækifæri því ég hef aldrei unnið Opna bandaríska,“ sagði Phil Mickelson við blaðamenn eftir æfingahring sinn í gær. Phil Mickelson hefur unnið sex risamót og öll nema Opna bandaríska mótið. „Þetta er haldið í bakgarðinum hjá mér. Ég hef líka tækifæri til að undirbúa mig almennilega og vildi nýta mér það,“ sagði Mickelson sem hefur lokað sig af í aðdraganda mótsins. „Ég lokaði á allan hávaða. Ég slökkti á símanum mínum og slökkti líka á öllu því sem gæti truflað mig. Þetta gerði ég svo ég gæti náði einbeitingu og auka möguleika mína á að spila eins vel og ég get. Auðvitað þarf maður alltaf heppni en ég veit að ég er að spila vel og ég vildi nýta mér það og ná fram mínu besta,“ sagði Phil Mickelson. Phil Mickelson eyes 'unique opportunity' to seal career slam on his home course at US Open https://t.co/5gE7zYEEw1— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2021 Mickelson heldur upp á 51 árs afmælið sitt á morgun eða daginn fyrir mótið. Hann hefur unnið þrjú PGA-mót á þessum golfvelli. Það hefur hins vegar ekki gengið eins vel síðan að vellinum var breytt árið 2001. „Ég hef spilað hér margoft síðan þeir breyttu vellinum en ég hef samt ekki eytt miklum tíma í að átta mig á litlu hlutunum við völlinn. Það gerði ég aftur á móti í síðustu viku,“ sagði Mickelson. Mickelson hefur sex sinnum endað í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu síðast árið 2013 þegar hann endaði aðeins tveimur höggum á eftir Justin Rose. Næst komst hann því að vinna árin 1999 og 2006 þegar hann var bara einu höggi frá efsta sætinu. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna bandaríska Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríkjamanninum Phil Mickelson dreymir um að vinna Opna bandaríska í fyrsta sinn á ferlinum í þessari viku og hann lokaði sig af í aðdraganda mótsins til að undirbúa sig sem best fyrir þetta frábæra tækifæri. Mickelson fagnaði sigri á PGA-meistaramótinu á dögunum og er því með bullandi sjálfstraust. Það er samt annað sem gerir mótið mjög spennandi fyrir hann því það fer fram á hálfgerðum heimavelli hans. "I really made an effort here, having the last week off, to spend time out here and really learn, re-learn the greens."Here's why @PhilMickelson needed to do so after decades of playing at @GolfTorrey: https://t.co/PSqtTUTYCw pic.twitter.com/gnaZfV0ywp— Golf Digest (@GolfDigest) June 15, 2021 Opna bandaríska er spilað á Torrey Pines en þetta er heimabær Phil Mickelson og golfvöllurinn sem hann ólst upp á. „Þetta er einstakt tækifæri því ég hef aldrei unnið Opna bandaríska,“ sagði Phil Mickelson við blaðamenn eftir æfingahring sinn í gær. Phil Mickelson hefur unnið sex risamót og öll nema Opna bandaríska mótið. „Þetta er haldið í bakgarðinum hjá mér. Ég hef líka tækifæri til að undirbúa mig almennilega og vildi nýta mér það,“ sagði Mickelson sem hefur lokað sig af í aðdraganda mótsins. „Ég lokaði á allan hávaða. Ég slökkti á símanum mínum og slökkti líka á öllu því sem gæti truflað mig. Þetta gerði ég svo ég gæti náði einbeitingu og auka möguleika mína á að spila eins vel og ég get. Auðvitað þarf maður alltaf heppni en ég veit að ég er að spila vel og ég vildi nýta mér það og ná fram mínu besta,“ sagði Phil Mickelson. Phil Mickelson eyes 'unique opportunity' to seal career slam on his home course at US Open https://t.co/5gE7zYEEw1— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2021 Mickelson heldur upp á 51 árs afmælið sitt á morgun eða daginn fyrir mótið. Hann hefur unnið þrjú PGA-mót á þessum golfvelli. Það hefur hins vegar ekki gengið eins vel síðan að vellinum var breytt árið 2001. „Ég hef spilað hér margoft síðan þeir breyttu vellinum en ég hef samt ekki eytt miklum tíma í að átta mig á litlu hlutunum við völlinn. Það gerði ég aftur á móti í síðustu viku,“ sagði Mickelson. Mickelson hefur sex sinnum endað í öðru sæti á Opna bandaríska meistaramótinu síðast árið 2013 þegar hann endaði aðeins tveimur höggum á eftir Justin Rose. Næst komst hann því að vinna árin 1999 og 2006 þegar hann var bara einu höggi frá efsta sætinu. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira