Slæm byrjun hjá Lewandowski og félögum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. júní 2021 17:53 Lewandowksi ekki sáttur í kvöld. Lars Baron/Getty Slóvenía vann 2-1 sigur á Póllandi er liðin mættust í E-riðlinum í St. Pétursborg í dag en í E-riðlinum eru einnig Spánn og Svíþjóð. Pólland gerði 2-2 jafntefli við íslenska landsliðið í aðdragandanum og þar leit pólska liðið ekki vel út en í dag var það leikur á EM. Pólverjarnir voru sterkari framan af leik en það voru hins vegar Slóvakirnir sem komust yfir á 18. mínútu er Wojciech Szczesny gerði sjálfsmark. Róbert Mak átti magnaðan sprett. Hann þrumaði svo boltanum í átt að marki Póllands úr þröngu færi en boltinn fór í nærstöngina og af Wojciech Szczesny og í netið. Þannig stóðu leikar í hálfleik en síðari hálfleikur var ekki mínútu gamall er Karol Linetty jafnaði metin. Hann fékk boltann út í teiginn og kláraði færið vel. Það skánaði ekki ástandið hjá Póllandi er Grzegorz Krychowiak fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 62. mínútu. Pólskir því einum færri síðasta hálftímann. Það var Ítalíumeistarinn Milan Skriniar sem skoraði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Boltinn féll til hans eftir hornspyrnu og þrumaði honum boltanum í netið. Jan Bednarek var nærri því að jafna metin undir lok leiksins en skot hans rétt framhjá. Lokatölur 2-1 sigur Slóvakíu sem eru því með þrjú stig en Pólland án stiga. Svíþjóð og Spánn mætast síðar í kvöld. ✅ Big W for Slovakia! 👀 Do they have what it takes to make it out of Group E? #EURO2020 #POL #SVK pic.twitter.com/Qh39J29B1m— SPORF (@Sporf) June 14, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Slóvenía vann 2-1 sigur á Póllandi er liðin mættust í E-riðlinum í St. Pétursborg í dag en í E-riðlinum eru einnig Spánn og Svíþjóð. Pólland gerði 2-2 jafntefli við íslenska landsliðið í aðdragandanum og þar leit pólska liðið ekki vel út en í dag var það leikur á EM. Pólverjarnir voru sterkari framan af leik en það voru hins vegar Slóvakirnir sem komust yfir á 18. mínútu er Wojciech Szczesny gerði sjálfsmark. Róbert Mak átti magnaðan sprett. Hann þrumaði svo boltanum í átt að marki Póllands úr þröngu færi en boltinn fór í nærstöngina og af Wojciech Szczesny og í netið. Þannig stóðu leikar í hálfleik en síðari hálfleikur var ekki mínútu gamall er Karol Linetty jafnaði metin. Hann fékk boltann út í teiginn og kláraði færið vel. Það skánaði ekki ástandið hjá Póllandi er Grzegorz Krychowiak fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 62. mínútu. Pólskir því einum færri síðasta hálftímann. Það var Ítalíumeistarinn Milan Skriniar sem skoraði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok. Boltinn féll til hans eftir hornspyrnu og þrumaði honum boltanum í netið. Jan Bednarek var nærri því að jafna metin undir lok leiksins en skot hans rétt framhjá. Lokatölur 2-1 sigur Slóvakíu sem eru því með þrjú stig en Pólland án stiga. Svíþjóð og Spánn mætast síðar í kvöld. ✅ Big W for Slovakia! 👀 Do they have what it takes to make it out of Group E? #EURO2020 #POL #SVK pic.twitter.com/Qh39J29B1m— SPORF (@Sporf) June 14, 2021 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.