Hetja frá EM: Fyrsta markið fyrir Holland var þó ekki fyrsta landsliðsmarkið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 10:30 Denzel Dumfries fagnar sigurmarki sínu á móti Úkraínu í gær. AP/John Thys Denzel Dumfries var hetja hollenska landsliðsins í gær en hann kórónaði flottan leik sinn með því að skora sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Dumfries er 25 ára leikmaður PSV Eindhoven en hefur verið orðaður við Everton og Napoli að undanförnu. Frammistaða eins og í gær mun aðeins ýta undir að hann verði keyptur eftir keppnina. Dumfries heads Netherlands to 3-2 win and denies Ukraine s dream comeback https://t.co/iEDahitgA8— The Guardian (@guardian) June 13, 2021 Dumfries er vanalega að spila sem hægri bakvörður en blómstraði sem vængbakvörður í gær í hinu umdeilda 3-5-2 kerfi Frank de Boer. Dumfries fór reyndar illa með nokkur tækifæri í fyrri hálfleiknum en tvö fyrstu mörk hollenska liðsins komu eftir að hann skapaði usla í vörn Úkraínumanna. Denzel Dumfries in #NEDUKR tonight Misses two first half sitters Redeems himself by scoring the winner Wins the Man of the Match#EURO2020 @OnsOranje pic.twitter.com/jWobZX2gZI— Aadoo Ozzo (@Aadozo) June 13, 2021 Dumfries lék 41 leik með PSV á tímabilinu en 40 þeirra voru í bakverðinum. Hann náði engu að síðust að skora fjögur mörk og gefa níu stoðsendingar. Flestir Hollendingar vilja að landsliðið spili hið hefðbundna 4-3-3 kerfi en De Boer er harður á því að spila með þriggja manna vörn. Hann sá Dumfries fyrir sér framar á vellinum og það kom sér vel í gær. What a moment for Denzel Dumfries! First international goal = opening game winner #EURO2020 pic.twitter.com/K5LlxE05Lc— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Þetta var fyrsta mark Dumfries fyrir hollenska landsliðið en ekki þó fyrsta landsliðsmarkið hans. Denzel spilaði nefnilega fyrir landslið Arúba árið 2014 og skoraði þá á móti Guam. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leik og Ronald Koeman valdi hann fyrst í hollenska landsliðið í október 2018. Hér fyrir neðan má sjá sigurmark Denzel Dumfries frá því í gær. Klippa: Sigurmark Denzel Dumfries EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Sjá meira
Dumfries er 25 ára leikmaður PSV Eindhoven en hefur verið orðaður við Everton og Napoli að undanförnu. Frammistaða eins og í gær mun aðeins ýta undir að hann verði keyptur eftir keppnina. Dumfries heads Netherlands to 3-2 win and denies Ukraine s dream comeback https://t.co/iEDahitgA8— The Guardian (@guardian) June 13, 2021 Dumfries er vanalega að spila sem hægri bakvörður en blómstraði sem vængbakvörður í gær í hinu umdeilda 3-5-2 kerfi Frank de Boer. Dumfries fór reyndar illa með nokkur tækifæri í fyrri hálfleiknum en tvö fyrstu mörk hollenska liðsins komu eftir að hann skapaði usla í vörn Úkraínumanna. Denzel Dumfries in #NEDUKR tonight Misses two first half sitters Redeems himself by scoring the winner Wins the Man of the Match#EURO2020 @OnsOranje pic.twitter.com/jWobZX2gZI— Aadoo Ozzo (@Aadozo) June 13, 2021 Dumfries lék 41 leik með PSV á tímabilinu en 40 þeirra voru í bakverðinum. Hann náði engu að síðust að skora fjögur mörk og gefa níu stoðsendingar. Flestir Hollendingar vilja að landsliðið spili hið hefðbundna 4-3-3 kerfi en De Boer er harður á því að spila með þriggja manna vörn. Hann sá Dumfries fyrir sér framar á vellinum og það kom sér vel í gær. What a moment for Denzel Dumfries! First international goal = opening game winner #EURO2020 pic.twitter.com/K5LlxE05Lc— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Þetta var fyrsta mark Dumfries fyrir hollenska landsliðið en ekki þó fyrsta landsliðsmarkið hans. Denzel spilaði nefnilega fyrir landslið Arúba árið 2014 og skoraði þá á móti Guam. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leik og Ronald Koeman valdi hann fyrst í hollenska landsliðið í október 2018. Hér fyrir neðan má sjá sigurmark Denzel Dumfries frá því í gær. Klippa: Sigurmark Denzel Dumfries
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Sjá meira