Þórólfur óttast misskilning um lok faraldurs Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 16:28 Þórólfur segir stöðuna góða en ekki sé enn hægt að fagna sigri. Foto: Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason segir ótímabært að ráðast í mikla tilslökun á fjöldatakmörkunum en að slaka megi verulega á fjarlægðartakmörkunum. Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Frá og með 15. júní verður létt verulega á samkomutakmörkunum innanlands líkt og Vísir greindi frá í gær. Þrjú hundruð manns munu mega koma saman og nálægðarregla fer úr tveimur metrum í einn. Þá verður þrjú hundruð manns leyft að sitja hlið við hlið á sitjandi viðburðum. Tilslakanirnar eru í samræmi við minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Í minnisblaði Þórólfs segir hann að baráttan við COVID-19 hafi gengið vel frá gildistöku þeirrar reglugerðar sem nú er í gildi. Sú reglugerð tók gildi 25. maí síðastliðinn. 42 hafa greinst smitaðir innanlands frá gildistöku reglugerðarinnar en síðustu fimm daga hefur einungis einn greinst smitaður. Sá var í sóttkví. Þórólfur þakkar útbreiddum bólusetningum og einstaklingsbundnum sýkingavörnum þann góða árangur sem unnist hefur undanfarið. Hjarðónæmi ekki náð Þórólfur tekur fram í minnisblaði sínu að veiran sé enn til staðar í samfélaginu og að hjarðónæmi hafi enn ekki verið náð. „198 þúsund einstaklingar hafa fengið a.m.k eina sprautu bóluefnis og rúm 100 þúsund verið full bólusettir. Rúmlega 90 prósent þjóðarinnar, 50 ára og eldri hefur fengið að minnsta kosti eina bólusetningu en tæplega 50 prósent þeirra sem yngri eru. Enn er því nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu. Þórólfur segir útlit vera fyrir að í lok júní muni um 410 þúsund skammtar bóluefnis hafa borist hingað til lands og að það dugi til fullbólusetningar um 60 prósent þjóðarinnar. „Þar sem að enn vantar nokkuð á fullnægjandi þátttöku meðal yngri aldurshópa hér á landi þá tel ég að áfram þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til meiri þátttöku bólusetninga er náð,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að ný afbrigði kórónuveirunnar hafi meiri og verri áhrif á ungt fólk. Því sé mikilvægt að fara varlega í afléttingar þrátt fyrir fulla bólusetningu meginþorra þeirra sem áður var talið að stafaði helst hætta af veirunni. Faraldrinum er ekki lokið Þórólfur tiltekur að faraldri COVID-19 á Íslandi sé ekki lokið og að mikilvægt sé að fyrirbyggja misskilning þess efnis. „Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira