Dæmi um að fólk fari yfir lögregluborða á gossvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 10:19 Dæmi eru um að göngumenn hafi farið yfir lögregluborða sem settir hafa verið upp til öryggis á gossvæðinu. Vísir/Vilhelm Eitthvað hefur verið um það að ferðamenn við eldgosið í Geldingadölum hafa farið út af merktum gönguleiðum og yfir lögregluborða. „Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
„Við erum búin að setja upp skilti, viðvaranir og lögregluborða og annað. Einn hljóp þarna yfir lögregluborða og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði hlaupið þarna yfir, það væri lögregluborði þarna, þá svaraði hann því að hann vissi ekki að það væri lokað, lögregluborðinn væri slitinn. Það er svolítið erfitt að eiga við svona. Þetta er nokkuð augljóst, borðinn var bara slitinn út af vindi,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Hann segir þó hlutina hafa gengið nokkuð smurt hingað til. Yfirleitt sé allt rólegt á gosstöðvunum og göngufólk hagi sér vel utan nokkurra tilfella. Mikla athygli vakti í gær myndbandsbútur úr vefmyndavél mbl.is af gosinu þar sem sjá mátti göngumann hlaupa yfir nýstorknað hraun upp að gígnum í Geldingadölum. Maðurinn þurfti að forða sér nokkrum mínútum síðar þegar glóandi hraun rann úr gígnum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en menn hafa fengið einhverja frábæra hugmynd um að labba upp í hraunið. Þeir löbbuðu þarna á milli Gónhóla. Ég veit ekki hversu nákvæmlega heitt þetta var en fyrir nokkrum dögum var þetta alla vega ekki kalt,“ segir Bogi. Hann varar fólk við því að hætta sér á hraunið. Aldrei sé víst hvort undir bíði glóandi hraunpollur eða kaldur steinn. „Þú veist ekkert hvað er þarna undir, það getur verið hylur af heitu hrauni, það getur verið þurrt, það getur verið svart á litinn og virkað kalt en þetta er ekkert endilega kalt. Það virðist af þessu vídeói í gær að þeir hafi þurft að hlaupa í burtu. Við erum ekki með mikið viðbragð þarna og erum að reyna að gera okkar besta í þessu og treystum á almenna skynsemi í fólki að það beri virðingu fyrir því hvað það er að skoða. Þetta er náttúrulega bara eldgos,“ segir Bogi. Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Hann segir örlítinn mun á Íslendingum og erlendum ferðamönnum við gosið „Ferðamennirnir virðast vita minna og eru kærulausari. Íslendingarnir eru yfirleitt almennilegir og kurteisir. Það er alltaf gaman að spjalla við fólk þegar maður hittir það. Hann segir það til skoðunar hvort setja eigi upp leiðbeiningar við gosið á fleiri tungumálum. Þá sé verið að leggja nýjan göngustíg að gosinu, vestan Fagradalsfjalls, sem verður kölluð gönguleið B. Hún liggur nokkuð samhliða gönguleið A, sem notuð hefur verið hingað til, en sé þarna til öryggis renni hraun úr Geldingadölum og yfir gönguleið A. „Besta leiðin er bara að fara þennan göngustíg sem við erum með. Þessi A-leið er bara góður göngustígur en svo mun verða gerð ný leið þarna upp en hún er í vinnslu, hún er vestan Fagradalsfjall ef það flæðir upp úr Geldingadal, þannig að við eigum leið til þess að geta farið upp.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira