„Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:39 Hnúfubakur gleypti sjómann í Bandaríkjunum í gær. Þeir sluppu til allrar lukku báðir ómeiddir. Skjáskot Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna. Dýr Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna.
Dýr Bandaríkin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira