Var einstæð móðir í fullu námi og vinnu: „Ég las fyrir hana dómareifanir fyrir svefninn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 09:00 Arna skilaði meistararitgerð í lögfræði á dögunum en námsvegferðin hófst fyrir ellefu árum síðan. Arna Björg Arna Björg Jónasdóttir, lögfræðingur, hefur nýlokið laganámi sínu eftir ellefu ára vegferð og mun útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík um næstu helgi. Hún fjallaði um nálgunarbann og brottvísun af heimili í meistararitgerð sinni eftir að hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi á eigin skinni. „Ég byrjaði í laganáminu haustið 2010 og þá var dóttir mín bara níu mánaða,“ segir Arna. Fyrsta árið vann hún ekki með náminu, dóttir hennar var hjá dagmömmu og fjölskyldulífið réði ríkjum. „Ég og barnsfaðir min vorum saman þá og við létum þetta bara ganga, ég var á námslánum. Það gekk ágætlega en var algert hark, að láta enda ná saman og vera í krefjandi námi, stress sem fylgdi því að ná prófum annars fengi maður ekki námslánin og þetta var allt mjög krefjandi en gekk,“ segir Arna. Var á næturvöktum, með kornungt barn og í háskólanámi Sumarið eftir fyrsta árið fékk hún vinnu hjá Valitor og hélt áfram störfum þegar skólinn hófst aftur um haustið. „Ég var þá á næturvöktum samhliða náminu, frá átta á kvöldin til átta á morgnanna og ég mætti oft beint í skólann eftir næturvakt. Þannig að ég mætti í tíma þegar það hentaði að fara bara strax eftir næturvakt og svo fór ég yfirleitt heim og svaf þangað til ég þurfti að sækja dóttur mína í leikskólann. Eða þá að ég fór strax eftir næturvakt heim, vakti hana, kom henni í leikskólann, fór í tíma og náði svo kannski nokkurra klukkustunda svefni áður en ég þurfti að mæta aftur á næturvakt,“ segir Arna. Það komst fátt annað að hjá Örnu en uppeldið, skólinn og vinnan.Arna Björg „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu út af því að þetta er ótrúlega mikið álag. Háskólanám er full vinna og verandi í fullri vinnu líka, þá ekkert mikið afgangs fyrir eitthvað annað. Þetta tekur á andlega að vera undir svona miklu álagi í langan tíma,“ segir Arna. „Ég lærði með hana í fanginu, á meðan hún lék sér í baði, las fyrir hana dómareifanir fyrir svefninn og hún kom með mér í skólann í hópaverkefni þar sem hún dundaði sér við að lita á glósurnar mínar eða á töfluna. Á tímabili átti ég viljandi ekki einu sinni sjónvarp því ég vissi að ég þyrfti að nota allan minn frítíma til að læra.“ „Það er erfitt að horfast í augu við það að hlutirnir gangi ekki upp“ Hún segir að það sem hafi komið henni í gegnum þetta tímabil hafi verið það að hún vissi að þetta væri bara tímabundið. „Að þetta myndi einhvern tíma enda. Ég var alltaf með það á bak við eyrað að þetta myndi klárast og yrði ekki svona að eilífu, því ákvað ég að harka af mér þennan stutta tíma. Sem varð svo reyndar miklu lengri en ég ætlaði mér,“ segir Arna og hlær. Á þriðja ári í náminu hættu Arna og barnsfaðir hennar saman, sem hún segir hafa verið mjög erfitt. „Það ætlar sér enginn að hætta saman þegar barn er komið í spilið og það er erfitt að horfast í augu við það að hlutirnir gangi ekki upp og að aðstæðurnar séu svona. Við eigum samt í mjög góðu sambandi í dag, búum stutt frá hvoru öðru og dóttur okkar líður vel,“ segir Arna. „En þá var ég orðin ein með dóttur mína og þá hentaði ekki lengur að vera á næturvöktum. Þá býðst mér að taka við starfi viðskiptastjóra og þá fór ég yfir í dagvinnu. Það hentaði mun betur, verandi orðin ein með barn á framfæri en það hentar auðvitað ekki vel upp á skólann að gera. Þá ákvað ég að skipta síðasta árinu í grunnnáminu á tvö ár og fékk svigrúm í vinnunni til að skjótast úr vinnunni, stökkva í tíma og ég vann það yfirleitt bara upp seinni partinn með því að lengja daginn í hinn endann,“ segir Arna. Arna las oft dómareifanir fyrir dóttur sína á kvöldin.Arna Björg Hún nýtti allar tómar stundir til að læra, þegar dóttir hennar var hjá pabba sínum og hún nýtti sumarfrísdagana sína til að læra undir próf og vinna verkefni. Eftir grunnnámið ákvað hún að taka sér smá hlé. „Ég var ekki viss hvort mig langaði að halda áfram í lögfræði, hvort mig langaði að klára fullnaðarpróf og feta þann veg eða hvort ég ætlaði að fara í meistaranám í einhverju öðru þannig að ég ákvað að taka mér smá pásu,“ segir Arna. Óheilbrigt samband breytti sýn hennar á heiminn Námspásan varð þó nokkuð lengri en upphaflega stóð til og þrjú ár liðu þar til hún sótti skólann að nýju. „Á þessu tímabili var ég í stuttri sambúð sem endaði illa og það var reynsla sem breytti mér og breytti minni sýn. Það var sár og erfið reynsla sem tók langan tíma að vinna úr og svo þegar ég ákvað að fara aftur í skólann og klára lögfræðina þá litaði þessi reynsla mína leið þar: fögin sem ég tók, ritgerðarefnið sem ég skrifaði um og allt sem fylgdi náminu,“ segir Arna. „Ég upplifði það á eigin skinni að kæra ofbeldi í nánu sambandi og hvað það er erfitt að vera ekki trúað, að fá mál fellt niður og finnast maður ekki vera verndaður af kerfinu,“ segir Arna. Það var svo haustið 2017 sem Arna ákvað að halda áfram í námi. Hún var þá búin að koma undir sig fótunum á ný, kynnast eiginmanni sínum og leið vel. Einnig voru miklar hræringar í vinnunni og fannst henni tímabært að bæta við sig menntun til að eiga möguleika á fjölbreyttari störfum í framtíðinni. Hún átti hins vegar ekki rétt á námslánum og hélt því áfram að vinna með námi. „Þannig að ég setti vinnuna í forgang og dreifði náminu yfir fleiri ár, og tók alltaf tvo áfanga á önn. Ég leit á það þannig að það væri skárra að saxa smátt og smátt á námið í staðin fyrir að sleppa því alveg. Það eru skilaboð sem mig langar að koma út að þó svo að vegurinn sé langur þá er gott að taka eitt og eitt skref og saxa smátt og smátt á þetta og áður en maður veit af er þetta búið,“ segir Arna. Nýtti reynsluna og skrifaði um ofbeldi gegn konum „Þegar ég er að fara að skrifa ritgerðina mína ber ég það undir leiðbeinandann minn að mig langi að skrifa um málefni tengt heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Ég bað hana bara um að hjálpar mér að finna vinkil sem væri kannski ekki of nærri mér þannig að ég gæti fjallað og skrifað um það málefnalega,“ segir Arna. „Ég ákvað að skrifa um nálgunarbann og brottvísun af heimili og skoða hvort að íslensk löggjöf og framkvæmd uppfylli ákvæði og markmið Istanbúlsamningsins.“ Istanbúlsamningur er samningur um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, sem Ísland er aðili að. Markmið hans er að vernda konur gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis, þar á meðal heimilisofbeldi þar sem konur eru hlutfallslega oftast þolendur, fyrirbyggja það og uppræta. Dóttir Örnu kom oft með henni í skólann og litaði á glósurnar á meðan Arna vann verkefni.Arna Björg „Fókusinn hér á Íslandi hefur verið mjög mikið á þolendum og betur má ef duga skal en það virðist vera mjög lítið af úrræðum fyrir gerendur. Gerendur eiga mögulega sjálfir sára ofbeldisreynslu að baki, hafa jafnvel sjálfir verið þolendur ofbeldis og þurfa líka hjálp,“ segir Arna. Úrræðum fyrir gerendur er ábótavant Hún segir mikilvægt að fleiri úrræði séu í boði fyrir gerendur. Hún segir jákvætt að í boði sé sérhæft úrræði hjá Heimilisfriði fyrir gerendur ofbeldis í nánu sambandi en þau þurfi að vera fleiri. „Eins og varðandi brottvísun af heimili, ef manni er vísað burt af heimili sínu til að vernda þá sem þar búa, þá hefur hann engan stað til að fara á. Það þarf líka að skoða það. Það er mjög virðingarvert að það er alltaf verið að veita fjármagn í að skjóta skjólshúsi yfir þolendur ofbeldis en markmið Istanbúlsamningsins er að konur og börn geti verið áfram á heimili sínu og að gerandinn fái rauða-spjaldið, það skýtur því skökku við að konur og börn búi ennþá við það að flýja heimili sín á meðan til staðar eru úrræði á borð við nálgunarbann og brottvísun af heimili,“ segir Arna. Gerendur hafi hins vegar ekki í nein hús að venda og það þarf að bæta að mati Örnu. Þá þurfi að skoða betur framkvæmdina varðandi nálgunarbann á Íslandi. „Þröskuldur laganna er frekar lágur en dómstólar setja þröskuldinn svolítið hátt. Þannig að það þarf frekar mikið að hafa gengið á svo að þeir staðfesti nálgunarbann. Í lögunum segir að nóg sé að aðili hafi raskað friði brotaþola svo heimilt sé að beita nálgunarbanni þannig að það þyrfti að skoða það að það megi beita þessu ákvæði mun oftar.“ Telur Ísland mega gera betur Nú stendur yfir úttekt GREVIO, eftirlitsnefndar Evrópuráðs með Istanbúlsamningnum, á frammistöðu Íslands í framkvæmd hans. Nágrannalönd okkar hafa fengið þá gagnrýni frá nefndinni að þau hafi ekki verið að beita nálgunarbannsúrræðum nægilega oft til að markmið samningsins nái fram að ganga. „Ísland er að skila skýrslu núna í júní og fáum svo úttekt frá þeim árið 2022. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig við komum út þar, út úr þeirri úttekt. Mig grunar að þar komi fram svipuð gagnrýni á okkur: að við megum gera enn betur til að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi,“ segir Arna. Arna tók dóttur sína oft með sér upp í skóla.Arna Björg Arna segist óviss um hvað taki við hjá henni og hún sé í raun bara að átta sig á því að þessu ellefu ára verkefni sé nú lokið. Hún sé nú að skoða og velta fyrir sér næstu skrefum. „Ég er að skoða möguleikana sem eru í boði og hvað mig langar að fara að gera. Ég er mjög opin fyrir mörgu en er að skoða hvernig landið liggur,“ segir Arna. Segist ekki vera nein ofurkona Þrátt fyrir langa skólagöngu og hliðarspor segist Arna ekki sjá eftir neinu. „Ef ég hefði klárað þetta nám þegar ég var yngri þá hefðu áherslurnar hjá mér verið allt aðrar. Ég er bara sátt með mína vegferð, eins og hún hefur verið. Það var auðvitað pínu leiðinlegt að vera ekki samferða krökkunum sem ég byrjaði með í lögfræði, samferða þeim í gegnum öll árin en mín vegferð var bara öðruvísi, hún var önnur,“ segir Arna. „Í sjálfu sér hefði ég ekki viljað gera eitthvað öðruvísi. Ég er bara mjög ánægð að þetta sé búið, að seiglan og hugarfarið um að gera þetta eitt skref í einu hafi verið ráðandi. Þetta hefst allt að lokum. Ég hefði örugglega misst heilsuna ef ég hefði þrælað mér áfram í fullu námi og fullri vinnu allan tímann. Ég tók þannig tímabil og það var mjög krefjandi.“ Hún segist ekki vera nein ofurkona, og raunar þoli hún ekki það hugtak. „Ég er engin ofurkona. Ég eiginlega þoli ekki þetta hugtak – ofurkona. Ég var bara þarna í aðstæðum, ein með lítið barn sem ég þurfti að sjá fyrir og þetta var bara mín leið, að gera þetta svona. Mennta mig hægt og rólega samhliða krefjandi starfi og persónulegum áskorunum. Og svo er ég bara búin.“ Háskólar Börn og uppeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Sjá meira
„Ég byrjaði í laganáminu haustið 2010 og þá var dóttir mín bara níu mánaða,“ segir Arna. Fyrsta árið vann hún ekki með náminu, dóttir hennar var hjá dagmömmu og fjölskyldulífið réði ríkjum. „Ég og barnsfaðir min vorum saman þá og við létum þetta bara ganga, ég var á námslánum. Það gekk ágætlega en var algert hark, að láta enda ná saman og vera í krefjandi námi, stress sem fylgdi því að ná prófum annars fengi maður ekki námslánin og þetta var allt mjög krefjandi en gekk,“ segir Arna. Var á næturvöktum, með kornungt barn og í háskólanámi Sumarið eftir fyrsta árið fékk hún vinnu hjá Valitor og hélt áfram störfum þegar skólinn hófst aftur um haustið. „Ég var þá á næturvöktum samhliða náminu, frá átta á kvöldin til átta á morgnanna og ég mætti oft beint í skólann eftir næturvakt. Þannig að ég mætti í tíma þegar það hentaði að fara bara strax eftir næturvakt og svo fór ég yfirleitt heim og svaf þangað til ég þurfti að sækja dóttur mína í leikskólann. Eða þá að ég fór strax eftir næturvakt heim, vakti hana, kom henni í leikskólann, fór í tíma og náði svo kannski nokkurra klukkustunda svefni áður en ég þurfti að mæta aftur á næturvakt,“ segir Arna. Það komst fátt annað að hjá Örnu en uppeldið, skólinn og vinnan.Arna Björg „Ég myndi ekkert endilega mæla með þessu út af því að þetta er ótrúlega mikið álag. Háskólanám er full vinna og verandi í fullri vinnu líka, þá ekkert mikið afgangs fyrir eitthvað annað. Þetta tekur á andlega að vera undir svona miklu álagi í langan tíma,“ segir Arna. „Ég lærði með hana í fanginu, á meðan hún lék sér í baði, las fyrir hana dómareifanir fyrir svefninn og hún kom með mér í skólann í hópaverkefni þar sem hún dundaði sér við að lita á glósurnar mínar eða á töfluna. Á tímabili átti ég viljandi ekki einu sinni sjónvarp því ég vissi að ég þyrfti að nota allan minn frítíma til að læra.“ „Það er erfitt að horfast í augu við það að hlutirnir gangi ekki upp“ Hún segir að það sem hafi komið henni í gegnum þetta tímabil hafi verið það að hún vissi að þetta væri bara tímabundið. „Að þetta myndi einhvern tíma enda. Ég var alltaf með það á bak við eyrað að þetta myndi klárast og yrði ekki svona að eilífu, því ákvað ég að harka af mér þennan stutta tíma. Sem varð svo reyndar miklu lengri en ég ætlaði mér,“ segir Arna og hlær. Á þriðja ári í náminu hættu Arna og barnsfaðir hennar saman, sem hún segir hafa verið mjög erfitt. „Það ætlar sér enginn að hætta saman þegar barn er komið í spilið og það er erfitt að horfast í augu við það að hlutirnir gangi ekki upp og að aðstæðurnar séu svona. Við eigum samt í mjög góðu sambandi í dag, búum stutt frá hvoru öðru og dóttur okkar líður vel,“ segir Arna. „En þá var ég orðin ein með dóttur mína og þá hentaði ekki lengur að vera á næturvöktum. Þá býðst mér að taka við starfi viðskiptastjóra og þá fór ég yfir í dagvinnu. Það hentaði mun betur, verandi orðin ein með barn á framfæri en það hentar auðvitað ekki vel upp á skólann að gera. Þá ákvað ég að skipta síðasta árinu í grunnnáminu á tvö ár og fékk svigrúm í vinnunni til að skjótast úr vinnunni, stökkva í tíma og ég vann það yfirleitt bara upp seinni partinn með því að lengja daginn í hinn endann,“ segir Arna. Arna las oft dómareifanir fyrir dóttur sína á kvöldin.Arna Björg Hún nýtti allar tómar stundir til að læra, þegar dóttir hennar var hjá pabba sínum og hún nýtti sumarfrísdagana sína til að læra undir próf og vinna verkefni. Eftir grunnnámið ákvað hún að taka sér smá hlé. „Ég var ekki viss hvort mig langaði að halda áfram í lögfræði, hvort mig langaði að klára fullnaðarpróf og feta þann veg eða hvort ég ætlaði að fara í meistaranám í einhverju öðru þannig að ég ákvað að taka mér smá pásu,“ segir Arna. Óheilbrigt samband breytti sýn hennar á heiminn Námspásan varð þó nokkuð lengri en upphaflega stóð til og þrjú ár liðu þar til hún sótti skólann að nýju. „Á þessu tímabili var ég í stuttri sambúð sem endaði illa og það var reynsla sem breytti mér og breytti minni sýn. Það var sár og erfið reynsla sem tók langan tíma að vinna úr og svo þegar ég ákvað að fara aftur í skólann og klára lögfræðina þá litaði þessi reynsla mína leið þar: fögin sem ég tók, ritgerðarefnið sem ég skrifaði um og allt sem fylgdi náminu,“ segir Arna. „Ég upplifði það á eigin skinni að kæra ofbeldi í nánu sambandi og hvað það er erfitt að vera ekki trúað, að fá mál fellt niður og finnast maður ekki vera verndaður af kerfinu,“ segir Arna. Það var svo haustið 2017 sem Arna ákvað að halda áfram í námi. Hún var þá búin að koma undir sig fótunum á ný, kynnast eiginmanni sínum og leið vel. Einnig voru miklar hræringar í vinnunni og fannst henni tímabært að bæta við sig menntun til að eiga möguleika á fjölbreyttari störfum í framtíðinni. Hún átti hins vegar ekki rétt á námslánum og hélt því áfram að vinna með námi. „Þannig að ég setti vinnuna í forgang og dreifði náminu yfir fleiri ár, og tók alltaf tvo áfanga á önn. Ég leit á það þannig að það væri skárra að saxa smátt og smátt á námið í staðin fyrir að sleppa því alveg. Það eru skilaboð sem mig langar að koma út að þó svo að vegurinn sé langur þá er gott að taka eitt og eitt skref og saxa smátt og smátt á þetta og áður en maður veit af er þetta búið,“ segir Arna. Nýtti reynsluna og skrifaði um ofbeldi gegn konum „Þegar ég er að fara að skrifa ritgerðina mína ber ég það undir leiðbeinandann minn að mig langi að skrifa um málefni tengt heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Ég bað hana bara um að hjálpar mér að finna vinkil sem væri kannski ekki of nærri mér þannig að ég gæti fjallað og skrifað um það málefnalega,“ segir Arna. „Ég ákvað að skrifa um nálgunarbann og brottvísun af heimili og skoða hvort að íslensk löggjöf og framkvæmd uppfylli ákvæði og markmið Istanbúlsamningsins.“ Istanbúlsamningur er samningur um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, sem Ísland er aðili að. Markmið hans er að vernda konur gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis, þar á meðal heimilisofbeldi þar sem konur eru hlutfallslega oftast þolendur, fyrirbyggja það og uppræta. Dóttir Örnu kom oft með henni í skólann og litaði á glósurnar á meðan Arna vann verkefni.Arna Björg „Fókusinn hér á Íslandi hefur verið mjög mikið á þolendum og betur má ef duga skal en það virðist vera mjög lítið af úrræðum fyrir gerendur. Gerendur eiga mögulega sjálfir sára ofbeldisreynslu að baki, hafa jafnvel sjálfir verið þolendur ofbeldis og þurfa líka hjálp,“ segir Arna. Úrræðum fyrir gerendur er ábótavant Hún segir mikilvægt að fleiri úrræði séu í boði fyrir gerendur. Hún segir jákvætt að í boði sé sérhæft úrræði hjá Heimilisfriði fyrir gerendur ofbeldis í nánu sambandi en þau þurfi að vera fleiri. „Eins og varðandi brottvísun af heimili, ef manni er vísað burt af heimili sínu til að vernda þá sem þar búa, þá hefur hann engan stað til að fara á. Það þarf líka að skoða það. Það er mjög virðingarvert að það er alltaf verið að veita fjármagn í að skjóta skjólshúsi yfir þolendur ofbeldis en markmið Istanbúlsamningsins er að konur og börn geti verið áfram á heimili sínu og að gerandinn fái rauða-spjaldið, það skýtur því skökku við að konur og börn búi ennþá við það að flýja heimili sín á meðan til staðar eru úrræði á borð við nálgunarbann og brottvísun af heimili,“ segir Arna. Gerendur hafi hins vegar ekki í nein hús að venda og það þarf að bæta að mati Örnu. Þá þurfi að skoða betur framkvæmdina varðandi nálgunarbann á Íslandi. „Þröskuldur laganna er frekar lágur en dómstólar setja þröskuldinn svolítið hátt. Þannig að það þarf frekar mikið að hafa gengið á svo að þeir staðfesti nálgunarbann. Í lögunum segir að nóg sé að aðili hafi raskað friði brotaþola svo heimilt sé að beita nálgunarbanni þannig að það þyrfti að skoða það að það megi beita þessu ákvæði mun oftar.“ Telur Ísland mega gera betur Nú stendur yfir úttekt GREVIO, eftirlitsnefndar Evrópuráðs með Istanbúlsamningnum, á frammistöðu Íslands í framkvæmd hans. Nágrannalönd okkar hafa fengið þá gagnrýni frá nefndinni að þau hafi ekki verið að beita nálgunarbannsúrræðum nægilega oft til að markmið samningsins nái fram að ganga. „Ísland er að skila skýrslu núna í júní og fáum svo úttekt frá þeim árið 2022. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig við komum út þar, út úr þeirri úttekt. Mig grunar að þar komi fram svipuð gagnrýni á okkur: að við megum gera enn betur til að tryggja öryggi kvenna og barna sem búa við ofbeldi,“ segir Arna. Arna tók dóttur sína oft með sér upp í skóla.Arna Björg Arna segist óviss um hvað taki við hjá henni og hún sé í raun bara að átta sig á því að þessu ellefu ára verkefni sé nú lokið. Hún sé nú að skoða og velta fyrir sér næstu skrefum. „Ég er að skoða möguleikana sem eru í boði og hvað mig langar að fara að gera. Ég er mjög opin fyrir mörgu en er að skoða hvernig landið liggur,“ segir Arna. Segist ekki vera nein ofurkona Þrátt fyrir langa skólagöngu og hliðarspor segist Arna ekki sjá eftir neinu. „Ef ég hefði klárað þetta nám þegar ég var yngri þá hefðu áherslurnar hjá mér verið allt aðrar. Ég er bara sátt með mína vegferð, eins og hún hefur verið. Það var auðvitað pínu leiðinlegt að vera ekki samferða krökkunum sem ég byrjaði með í lögfræði, samferða þeim í gegnum öll árin en mín vegferð var bara öðruvísi, hún var önnur,“ segir Arna. „Í sjálfu sér hefði ég ekki viljað gera eitthvað öðruvísi. Ég er bara mjög ánægð að þetta sé búið, að seiglan og hugarfarið um að gera þetta eitt skref í einu hafi verið ráðandi. Þetta hefst allt að lokum. Ég hefði örugglega misst heilsuna ef ég hefði þrælað mér áfram í fullu námi og fullri vinnu allan tímann. Ég tók þannig tímabil og það var mjög krefjandi.“ Hún segist ekki vera nein ofurkona, og raunar þoli hún ekki það hugtak. „Ég er engin ofurkona. Ég eiginlega þoli ekki þetta hugtak – ofurkona. Ég var bara þarna í aðstæðum, ein með lítið barn sem ég þurfti að sjá fyrir og þetta var bara mín leið, að gera þetta svona. Mennta mig hægt og rólega samhliða krefjandi starfi og persónulegum áskorunum. Og svo er ég bara búin.“
Háskólar Börn og uppeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Sjá meira