Vatnsþurrð í Grenlæk ógnar sjóbirtingsstofninum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2021 13:13 Á myndinni má sjá lítinn poll sem eftir er í farveg læksins. Myndin var tekin þann 3. júní síðastliðinn. Hafrannsóknarstofnun Alvarlegt ástand hefur skapast í Grenlæk í Landbroti vegna þurrka. Við vettvangsskoðun Hafrannsóknarstofnunar þann 3. júní síðastliðinn að efstu ellefu kílómetrar lækjarins, á svæðinu fyrir ofan Stórafoss, eru þurrir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar. Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar og hafa örungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sjóbirtingsstofnar hafa orðið sérstaklega illa úti þar sem öll seiði á svæðinu hafa drepist, sem telja um tvo til þrjá seiðaárganga. Nokkrar líkur eru taldar á að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er til staðar en skaðinn sem hefur orðið af þessu mun koma í ljós síðar. Farvegur lækjarins er að mestu skraufaþurr og segir í tilkynningunni að lækurinn sjáist lítið utan einstakra þornandi smápolla. Í þeim má sjá stöku lifandi fiska en talið er ljóst að þeir eigi ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju. „Grenlækur er frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta,“ segir í tilkynningunni. Á því svæði sem er nú þurrt eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum. Árið 2016 var sambærileg vatnsþurrð í læknum en á þeim tíma var hluti sjóbirtingsstofnsins genginn til sjávar og skilaði sér til baka síðsumars og um haustið til hrygningar þegar vatn var runnið aftur í lækinn. Dýr Skaftárhreppur Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar. Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar og hafa örungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sjóbirtingsstofnar hafa orðið sérstaklega illa úti þar sem öll seiði á svæðinu hafa drepist, sem telja um tvo til þrjá seiðaárganga. Nokkrar líkur eru taldar á að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er til staðar en skaðinn sem hefur orðið af þessu mun koma í ljós síðar. Farvegur lækjarins er að mestu skraufaþurr og segir í tilkynningunni að lækurinn sjáist lítið utan einstakra þornandi smápolla. Í þeim má sjá stöku lifandi fiska en talið er ljóst að þeir eigi ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju. „Grenlækur er frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta,“ segir í tilkynningunni. Á því svæði sem er nú þurrt eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum. Árið 2016 var sambærileg vatnsþurrð í læknum en á þeim tíma var hluti sjóbirtingsstofnsins genginn til sjávar og skilaði sér til baka síðsumars og um haustið til hrygningar þegar vatn var runnið aftur í lækinn.
Dýr Skaftárhreppur Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira