Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:23 Atriði Hatara var umtalað um allan heim. Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi.
Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira