Ekkert sem bendir til þess að veiran opni leið fyrir Ísland á EM Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 12:30 Íslenska landsliðið vakti verðskuldaða athygli á fyrsta Evrópumóti sínu, í Frakklandi fyrir fimm árum. Næsti möguleiki liðsins á að spila á EM virðist vera á mótinu í Þýskalandi 2024. Getty Þó að kórónuveirusmit séu farin að valda þátttökuþjóðum á EM í fótbolta vandræðum er ekkert sem bendir til þess að Íslandi verði boðin þátttaka á mótinu sem fyrstu varaþjóð. Hafi einhver látið sig dreyma um að verði einhver þátttökuþjóða EM illa fyrir barðinu á veirunni þurfi að kalla inn varaþjóð, og að sú þjóð verði Ísland, þá virðist það því miður útilokað. Evrópumótið, sem frestað var um ár vegna kórónuveirufaraldursins, hefst á föstudaginn. Faraldurinn hefur enn áhrif því sex leikmenn hafa greinst með smit í aðdraganda mótsins. Faraldurinn hefur bitnað verst á Svíþjóð og Spáni, sem eiga að mætast á mánudaginn, en á allra síðustu dögum hafa tveir leikmenn úr hvoru liði neyðst til að fara í einangrun vegna smits. Ekki er hægt að útiloka að fleiri greinist smitaðir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ekki hafa haft samband né gefið neitt til kynna um að þess sé óskað að Ísland verði í startholunum til að fara á EM þurfi lið að draga sig úr keppni. Þess má geta að fyrir HM í handbolta í janúar var ljóst hvaða lið kæmu inn ef til forfalla kæmi, og voru að lokum tvær efstu þjóðir af varalista kallaðar inn vegna smita í liðum. UEFA hefur ekki opinberað neinn slíkan lista. Gild rök fyrir því að Ísland ætti að vera efst á lista Gild rök eru fyrir því að Ísland ætti að vera fyrsta varaþjóð inn á EM. Ísland lék á hæsta stigi umspilsins fyrir EM og tapaði þar úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Ísland náði líka besta árangrinum af þeim liðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í undankeppninni, en tvö efstu lið hvers riðils komust beint á EM. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir gegn Ungverjum í Búdapest í nóvember en heimamenn tryggðu sig inn á EM með tveimur mörkin í blálokin.EPA/Tibor Illyes Í svari Knattspyrnusambands Evrópu við fyrirspurn Vísis, um það hvað sambandið geri neyðist þátttökuþjóð til að draga sig úr keppni, var aðeins bent á reglur mótsins. Hægt að skipta smituðum út Í sérstökum Covid-kafla í reglunum, sem bætt var inn 28. apríl, er hvergi gert ráð fyrir því að landsliði sé hugsanlega skipt út. Í reglunum segir að hvert landslið megi tilnefna 26 leikmenn til þátttöku í mótinu og er það stærri hópur en vanalega, vegna faraldursins. Leikmönnum sem greinast með kórónuveirusmit, eða hafa umgengist smitaðan leikmann, má auk þess skipta út. Spánverjar eru til að mynda tilbúnir með sex leikmenn auk ellefu leikmanna úr U21-landsliðinu, í sérstökum neyðarhópi, sem hægt er að kalla leikmenn úr til að fylla í skarðið ef smitum fjölgar. Þurfa bara þrettán leikfæra Í reglum UEFA segir að lið verði að spila sína leiki hafi þau 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Ef ekki eru 13 leikmenn til taks getur UEFA frestað leik um að hámarki tvo sólarhringa, og einnig fært hann á annan leikstað. Nefnd á vegum UEFA tekur ákvörðun um hvað gerist ef ekki er hægt að fresta leik. Landslið sem telst bera ábyrgð á því að leikur fari ekki fram tapar leiknum sjálfkrafa 3-0. Það virðist því lausnin frekar en að kalla inn varaþjóð. Margir leikmanna íslenska landsliðsins eru komnir í sumarfrí og voru ekki með í vináttulandsleikjunum þremur sem var að ljúka. Leikmennirnir sem spiluðu þá leiki eru farnir til síns heima. Það yrði því handagangur í öskjunni við að koma íslenskum landsliðshópi saman ef fjarlægur draumur yrði að veruleika, og Íslandi yrði allt í einu boðin þátttaka á EM. „En við myndum að sjálfsögðu gera allt klárt á „núll einni“ ef til þessi kæmi. Icelandair er alla vega tilbúið með flugvél fyrir okkur ef á þarf að halda,“ segir Klara létt í bragði. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Hafi einhver látið sig dreyma um að verði einhver þátttökuþjóða EM illa fyrir barðinu á veirunni þurfi að kalla inn varaþjóð, og að sú þjóð verði Ísland, þá virðist það því miður útilokað. Evrópumótið, sem frestað var um ár vegna kórónuveirufaraldursins, hefst á föstudaginn. Faraldurinn hefur enn áhrif því sex leikmenn hafa greinst með smit í aðdraganda mótsins. Faraldurinn hefur bitnað verst á Svíþjóð og Spáni, sem eiga að mætast á mánudaginn, en á allra síðustu dögum hafa tveir leikmenn úr hvoru liði neyðst til að fara í einangrun vegna smits. Ekki er hægt að útiloka að fleiri greinist smitaðir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ekki hafa haft samband né gefið neitt til kynna um að þess sé óskað að Ísland verði í startholunum til að fara á EM þurfi lið að draga sig úr keppni. Þess má geta að fyrir HM í handbolta í janúar var ljóst hvaða lið kæmu inn ef til forfalla kæmi, og voru að lokum tvær efstu þjóðir af varalista kallaðar inn vegna smita í liðum. UEFA hefur ekki opinberað neinn slíkan lista. Gild rök fyrir því að Ísland ætti að vera efst á lista Gild rök eru fyrir því að Ísland ætti að vera fyrsta varaþjóð inn á EM. Ísland lék á hæsta stigi umspilsins fyrir EM og tapaði þar úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Ísland náði líka besta árangrinum af þeim liðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í undankeppninni, en tvö efstu lið hvers riðils komust beint á EM. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir gegn Ungverjum í Búdapest í nóvember en heimamenn tryggðu sig inn á EM með tveimur mörkin í blálokin.EPA/Tibor Illyes Í svari Knattspyrnusambands Evrópu við fyrirspurn Vísis, um það hvað sambandið geri neyðist þátttökuþjóð til að draga sig úr keppni, var aðeins bent á reglur mótsins. Hægt að skipta smituðum út Í sérstökum Covid-kafla í reglunum, sem bætt var inn 28. apríl, er hvergi gert ráð fyrir því að landsliði sé hugsanlega skipt út. Í reglunum segir að hvert landslið megi tilnefna 26 leikmenn til þátttöku í mótinu og er það stærri hópur en vanalega, vegna faraldursins. Leikmönnum sem greinast með kórónuveirusmit, eða hafa umgengist smitaðan leikmann, má auk þess skipta út. Spánverjar eru til að mynda tilbúnir með sex leikmenn auk ellefu leikmanna úr U21-landsliðinu, í sérstökum neyðarhópi, sem hægt er að kalla leikmenn úr til að fylla í skarðið ef smitum fjölgar. Þurfa bara þrettán leikfæra Í reglum UEFA segir að lið verði að spila sína leiki hafi þau 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Ef ekki eru 13 leikmenn til taks getur UEFA frestað leik um að hámarki tvo sólarhringa, og einnig fært hann á annan leikstað. Nefnd á vegum UEFA tekur ákvörðun um hvað gerist ef ekki er hægt að fresta leik. Landslið sem telst bera ábyrgð á því að leikur fari ekki fram tapar leiknum sjálfkrafa 3-0. Það virðist því lausnin frekar en að kalla inn varaþjóð. Margir leikmanna íslenska landsliðsins eru komnir í sumarfrí og voru ekki með í vináttulandsleikjunum þremur sem var að ljúka. Leikmennirnir sem spiluðu þá leiki eru farnir til síns heima. Það yrði því handagangur í öskjunni við að koma íslenskum landsliðshópi saman ef fjarlægur draumur yrði að veruleika, og Íslandi yrði allt í einu boðin þátttaka á EM. „En við myndum að sjálfsögðu gera allt klárt á „núll einni“ ef til þessi kæmi. Icelandair er alla vega tilbúið með flugvél fyrir okkur ef á þarf að halda,“ segir Klara létt í bragði. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira