Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:31 Í nýjasta þættinum af Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. Samsett mynd Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. Meðal annars skoða þáttastjórnendur hvernig fólk er stundum „tekið af lífi“ á samfélagsmiðlum fyrir ummæli eða hegðun. „Það eru þeir sem vilja meina að cancel culture eða hvernig við tölum um hana, að þetta sé ekki vandamál, sé bara myth og sé ekki til, svo eru þeir sem vilja meina að þetta sé afsprengi satans og það versta sem hafi komið fyrir mannkynið. Svo eru þeir sem eru einhvers staðar í miðjunni,“ útskýrir María Rós Kaldalóns um viðhorf fólks til þessa fyrirbæris. „Það eru til dæmi um allt í þessu og mér finnst oft umræðan vera algjört kjaftæði.“ Enn að selja bækur María segir að það sé kjaftæði að tala um cancel menninguna í samhengi við heimsfræga milljónamæringa sem teknir eru fyrir á Twitter út af einhverju máli, eins og J.K. Rowling og transfóbían til dæmis. „Það er allt í lagi með hana, hún á enn nóg af pening, hún er enn að framleiða myndir, hún getur haldið áfram að selja bækur.“ Helsta breytingin sé kannski að einhverjir aðdáendur hennar misstu trúna á henni og verkunum hennar vegna viðhorfs hennar gagnvart trans-fólki. María segir að fólk hafi löngu fyrir tíma samfélagsmiðla verið byrjað að sniðganga einstaklinga innan menningar til dæmis, nú sé það bara auðveldara að dreifa áfram upplýsingum. „Þeir sem eru teknir fyrir þurfa ekki að vera einhverjar ofurstjörnur. Það hefur breyst svolítið. „Venjulegt“ fólk hefur verið og getur verið tekið fyrir á þennan hátt af milljónum á netinu fyrir einhver ummæli og gjörðir.“ Hvað meinum við? María veltir samt fyrir sér hvað þetta raunverulega þýði í íslensku samfélagi. Fjaðrafok verður oft í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum en svo gleymist það jafn hratt aftur. „Hafþór Júlíus hefur það bara fínt, var hérna um daginn í prómó slag um daginn við Gunna Nelson. Var að gefa út mynd líka.“ Barnsmóðir Fjallsins steig fram í viðtali árið 2017 og sagðist hafa kært hann fyrir ofbeldi. Nefna þau einnig sem dæmi að Björn Bragi hafi gert uppistand úr sínu atviki. Árið 2018 baðst Björn Bragi afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku en myndband af atvikinu fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Nú er hann að opna veitingastað. Þegar við segjum að einhver sé cancelled, hvað meinum við? Meinum við að spjótunum sé beint að þeim í nokkra mánuði og svo séu allir búnir að gleyma því?“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er líka farið yfir það hvernig samfélagsmiðlar ritskoða efni og af hverju. Einnig ræddu þau hvernig samfélagsmiðlar eins og TikTok og Youtube sérsníða efni að áhugamálum fólks og hví sú þróun sé varhugaverð. Gestur þáttarins var Arnór Steinn Ívarsson. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson, Samfélagsmiðlar MeToo Gagnaverið Tengdar fréttir „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Meðal annars skoða þáttastjórnendur hvernig fólk er stundum „tekið af lífi“ á samfélagsmiðlum fyrir ummæli eða hegðun. „Það eru þeir sem vilja meina að cancel culture eða hvernig við tölum um hana, að þetta sé ekki vandamál, sé bara myth og sé ekki til, svo eru þeir sem vilja meina að þetta sé afsprengi satans og það versta sem hafi komið fyrir mannkynið. Svo eru þeir sem eru einhvers staðar í miðjunni,“ útskýrir María Rós Kaldalóns um viðhorf fólks til þessa fyrirbæris. „Það eru til dæmi um allt í þessu og mér finnst oft umræðan vera algjört kjaftæði.“ Enn að selja bækur María segir að það sé kjaftæði að tala um cancel menninguna í samhengi við heimsfræga milljónamæringa sem teknir eru fyrir á Twitter út af einhverju máli, eins og J.K. Rowling og transfóbían til dæmis. „Það er allt í lagi með hana, hún á enn nóg af pening, hún er enn að framleiða myndir, hún getur haldið áfram að selja bækur.“ Helsta breytingin sé kannski að einhverjir aðdáendur hennar misstu trúna á henni og verkunum hennar vegna viðhorfs hennar gagnvart trans-fólki. María segir að fólk hafi löngu fyrir tíma samfélagsmiðla verið byrjað að sniðganga einstaklinga innan menningar til dæmis, nú sé það bara auðveldara að dreifa áfram upplýsingum. „Þeir sem eru teknir fyrir þurfa ekki að vera einhverjar ofurstjörnur. Það hefur breyst svolítið. „Venjulegt“ fólk hefur verið og getur verið tekið fyrir á þennan hátt af milljónum á netinu fyrir einhver ummæli og gjörðir.“ Hvað meinum við? María veltir samt fyrir sér hvað þetta raunverulega þýði í íslensku samfélagi. Fjaðrafok verður oft í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum en svo gleymist það jafn hratt aftur. „Hafþór Júlíus hefur það bara fínt, var hérna um daginn í prómó slag um daginn við Gunna Nelson. Var að gefa út mynd líka.“ Barnsmóðir Fjallsins steig fram í viðtali árið 2017 og sagðist hafa kært hann fyrir ofbeldi. Nefna þau einnig sem dæmi að Björn Bragi hafi gert uppistand úr sínu atviki. Árið 2018 baðst Björn Bragi afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku en myndband af atvikinu fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Nú er hann að opna veitingastað. Þegar við segjum að einhver sé cancelled, hvað meinum við? Meinum við að spjótunum sé beint að þeim í nokkra mánuði og svo séu allir búnir að gleyma því?“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er líka farið yfir það hvernig samfélagsmiðlar ritskoða efni og af hverju. Einnig ræddu þau hvernig samfélagsmiðlar eins og TikTok og Youtube sérsníða efni að áhugamálum fólks og hví sú þróun sé varhugaverð. Gestur þáttarins var Arnór Steinn Ívarsson. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson,
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Steingrímur Þór Ágústsson,
Samfélagsmiðlar MeToo Gagnaverið Tengdar fréttir „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00