Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2021 15:43 Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, er greinilega ekki hress með ákvörðun ríkissaksóknara. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi. Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, segir í færslu á Facebook ljóst að saksóknari ætli ekki að gefast upp alveg strax. „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“ Georg deilir mynd teiknarans Halldórs í Fréttablaðinu í færslu sinni. Í skopmynd Halldórs er grínast með það hvort skattayfirvöld ætli ekki að fara í mál við Vigdísi Finnbogadóttur eða Amnesty International fyrst Sigur Rós hafi verið sýknuð í héraði. Áframhaldandi óvissa Sýknudómur í máli sveitarinnar var kveðinn upp þann 25. maí. Löngu tímabær niðurstaða og kærkomin að sögn Bjarnfreðar Ólafssonar, lögmanns Sigur Rósar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta skiptir miklu máli fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ sagði Bjarnfreður við það tilefni. Athygli vakti að í framhaldinu settu fyrrnefndur Georg og frú heimili sitt á sölu. Mögulega til marks um þau tímamót sem sýknudómurinn var. „Þarna er framtíðin í húfi, hvernig þeim reiðir af, hvort þau yrðu gjaldþrota og hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er mjög sterk og ákveðin sýkna í þessu máli.“ Nú er hins vegar ljóst að málið fer fyrir Landsrétt. Ákærðir fyrir skattsvik Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason í faðmlögum fyrir utan héraðsdóm.Vísir/Vilhelm Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Það mál fer nú sömuleiðis fyrir Landsrétt. Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Sigur Rós Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Georg og Svanhvít selja á Hávallagötunni Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Húsið er 212 fermetrar og með fasteignamat upp á tæpar 95 milljónir. 31. maí 2021 13:25 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi. Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, segir í færslu á Facebook ljóst að saksóknari ætli ekki að gefast upp alveg strax. „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“ Georg deilir mynd teiknarans Halldórs í Fréttablaðinu í færslu sinni. Í skopmynd Halldórs er grínast með það hvort skattayfirvöld ætli ekki að fara í mál við Vigdísi Finnbogadóttur eða Amnesty International fyrst Sigur Rós hafi verið sýknuð í héraði. Áframhaldandi óvissa Sýknudómur í máli sveitarinnar var kveðinn upp þann 25. maí. Löngu tímabær niðurstaða og kærkomin að sögn Bjarnfreðar Ólafssonar, lögmanns Sigur Rósar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta skiptir miklu máli fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ sagði Bjarnfreður við það tilefni. Athygli vakti að í framhaldinu settu fyrrnefndur Georg og frú heimili sitt á sölu. Mögulega til marks um þau tímamót sem sýknudómurinn var. „Þarna er framtíðin í húfi, hvernig þeim reiðir af, hvort þau yrðu gjaldþrota og hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er mjög sterk og ákveðin sýkna í þessu máli.“ Nú er hins vegar ljóst að málið fer fyrir Landsrétt. Ákærðir fyrir skattsvik Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason í faðmlögum fyrir utan héraðsdóm.Vísir/Vilhelm Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Það mál fer nú sömuleiðis fyrir Landsrétt.
Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Sigur Rós Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Georg og Svanhvít selja á Hávallagötunni Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Húsið er 212 fermetrar og með fasteignamat upp á tæpar 95 milljónir. 31. maí 2021 13:25 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10
Georg og Svanhvít selja á Hávallagötunni Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Húsið er 212 fermetrar og með fasteignamat upp á tæpar 95 milljónir. 31. maí 2021 13:25