„Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2021 10:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar með Jens Scheuer, þjálfara Bayern München. getty/Mika Volkmann Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á sunnudaginn annar Íslendingurinn til að verða þýskur meistari með Bayern München. Hún kann vel við sig hjá þýska liðinu og býst við að fá stærra hlutverk hjá því á næsta tímabili. Í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn vann Bayern 4-0 sigur á Frankfurt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína fylgdi þar með í fótspor Dagnýjar Brynjarsdóttur sem varð þýskur meistari með Bayern 2015. „Þetta var þvílíkt gaman og mögnuð tilfinning að vinna titil á mínu fyrsta tímabili. Þetta er einstakt lið með einstaka karaktera og þvílík liðsheild,“ sagði Karólína í samtali við Vísi. „Tilhlökkunin fyrir þessum leik var mikil og það var ekkert smá gaman að vinna. Mér fannst við eiga þetta svo mikið skilið, þetta er þvílíkt lið og allt í kringum það er til fyrirmyndar.“ Þýskalandsmeistarar Bayern München.getty/Peter Kneffel Erfitt er að mótmæla því að Bayern hafi meistaratitilinn skilið. Liðið vann tuttugu af 22 deildarleikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Bayern skoraði 82 mörk og fékk bara á sig níu. Karólína segir að fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hafi verið afar lærdómsríkt. „Þetta hefur verið mjög gaman, mikill skóli en það vita allir að Þýskaland er ekkert grín. Ég hef lært rosalega mikið og nú fer held ég allt upp á við. Ég er ánægð en þetta hefur líka verið rosalega erfitt,“ sagði Karólína og bætti við að æfingaálagið í Þýskalandi væri mikið en ekki óviðráðanlegt. „Já, en ég myndi ekki segja að þetta væri ekki hægt. Ég þarf stundum að segja við sjálfa mig að vera stolt af mér að vera komin hingað eftir að hafa verið á Íslandi, að spila í Pepsi Max-deildinni og vera svo mætt í þýsku deildina og vinna hana. Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér líka. Stökkið er stórt en ekki of stórt.“ Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Karólína unnið þrjá meistaratitla á ferlinum, tvo á Íslandi og einn í Þýskalandi.getty/Alexander Scheuber Karólína var meidd þegar hún kom til Bayern en kom inn í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslunum og tók þátt í sex deildarleikjum á tímabilinu. „Það er mikil trú á mér hérna og ef ég helst heil veit ég að ég fæ stærra hlutverk á næsta tímabili og kemst betur inn í hlutina. Þá fæ ég meira sjálfstraust og þetta snýst mikið um það. Ég þarf bara að halda áfram og halda rétt á spilunum,“ sagði Karólína. Þýski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn vann Bayern 4-0 sigur á Frankfurt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína fylgdi þar með í fótspor Dagnýjar Brynjarsdóttur sem varð þýskur meistari með Bayern 2015. „Þetta var þvílíkt gaman og mögnuð tilfinning að vinna titil á mínu fyrsta tímabili. Þetta er einstakt lið með einstaka karaktera og þvílík liðsheild,“ sagði Karólína í samtali við Vísi. „Tilhlökkunin fyrir þessum leik var mikil og það var ekkert smá gaman að vinna. Mér fannst við eiga þetta svo mikið skilið, þetta er þvílíkt lið og allt í kringum það er til fyrirmyndar.“ Þýskalandsmeistarar Bayern München.getty/Peter Kneffel Erfitt er að mótmæla því að Bayern hafi meistaratitilinn skilið. Liðið vann tuttugu af 22 deildarleikjum sínum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Bayern skoraði 82 mörk og fékk bara á sig níu. Karólína segir að fyrsta tímabilið í atvinnumennsku hafi verið afar lærdómsríkt. „Þetta hefur verið mjög gaman, mikill skóli en það vita allir að Þýskaland er ekkert grín. Ég hef lært rosalega mikið og nú fer held ég allt upp á við. Ég er ánægð en þetta hefur líka verið rosalega erfitt,“ sagði Karólína og bætti við að æfingaálagið í Þýskalandi væri mikið en ekki óviðráðanlegt. „Já, en ég myndi ekki segja að þetta væri ekki hægt. Ég þarf stundum að segja við sjálfa mig að vera stolt af mér að vera komin hingað eftir að hafa verið á Íslandi, að spila í Pepsi Max-deildinni og vera svo mætt í þýsku deildina og vinna hana. Maður þarf stundum að hrósa sjálfum sér líka. Stökkið er stórt en ekki of stórt.“ Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Karólína unnið þrjá meistaratitla á ferlinum, tvo á Íslandi og einn í Þýskalandi.getty/Alexander Scheuber Karólína var meidd þegar hún kom til Bayern en kom inn í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslunum og tók þátt í sex deildarleikjum á tímabilinu. „Það er mikil trú á mér hérna og ef ég helst heil veit ég að ég fæ stærra hlutverk á næsta tímabili og kemst betur inn í hlutina. Þá fæ ég meira sjálfstraust og þetta snýst mikið um það. Ég þarf bara að halda áfram og halda rétt á spilunum,“ sagði Karólína.
Þýski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira