Íslenski boltinn

„Kjaftæði“ að Valsmenn eigi mikið inni

Sindri Sverrisson skrifar
Valsmenn vonsviknir eftir að Nikolaj Hansen tryggði Víkingum jafntefli í blálok leiksins á Hlíðarenda í gærkvöld.
Valsmenn vonsviknir eftir að Nikolaj Hansen tryggði Víkingum jafntefli í blálok leiksins á Hlíðarenda í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari sem stýrði Val til tveggja Íslandsmeistaratitla og tveggja bikarmeistaratitla, segir að það sé „kjaftæði“ að Valur eigi mikið meira inni en liðið hefur sýnt í sumar.

Valsmenn eru á toppi Pepsi Max-deildarinnar með 17 stig og hafa ekki tapað neinum af fyrstu sjö leikjum sínum.

Liðið missti af tveimur stigum gegn Víkingi í gærkvöld þegar gestirnir jöfnuðu metin seint í uppbótartíma, og margir virðast telja að Valsmenn eigi enn eftir að springa út í sumar. Næstu þrír leikir þeirra eru við Stjörnuna, Breiðablik og KA.

„Held að Valsararnir eigi ekkert inni“

Ólafur sagði í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport 4 í gærkvöld að lærisveinar Heimis Guðjónssonar hefðu átt fínan leik gegn Víkingi. Þeir væru að sýna sitt rétta andlit.

„Í viðtalinu við Heimi var hann spurður að því, og það sagt, að Valsararnir ættu mikið inni. Og menn virðast vera sammála um það. Ef Valsmenn eiga mikið inni, hvað þá með hin liðin í deildinni? Ég held að Valsararnir eigi ekkert inni. Ég held að þeir séu bara að spila sinn bolta. Þetta kjaftæði um að þeir eigi svo mikið inni, ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Ólafur og bætti við:

„Þetta er fínn leikur hjá þeim, fá á sig mark á fimmtu mínútu uppbótartíma, fínt útfærður leikur og allt svoleiðis. Þeir eru búnir að spila marga svona leiki. Eru þeir eitthvað betri en þetta?“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×