BBC valdi sigur Íslands á Englandi 2016 óvæntustu úrslitin í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 09:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fer fyrir fögnuði íslensku strákanna eftir sigurinn á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016. EPA/SEBASTIEN NOGIER Breska ríkisútvarpið er að telja niður í Evrópumótið eins og fleiri fjölmiðlar og í einni af nýjustu fréttinni í tengslum við mótið var farið yfir þau úrslit í sögu keppninnar sem hafi komið mest á óvart. Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira