„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Atli Arason skrifar 7. júní 2021 23:39 Jakob Örn Sigurðarson er hluti af 1982 árgangi KR þaðan sem landsliðsmenn á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helgi Magnússon komu. Vísir/Bára Dröfn Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. „Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður. Dominos-deild karla KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Mér líður rosalega vel í líkamanum en ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil og ég stend við það. Þetta er komið gott og búinn að vera langur ferill,“ sagði Jakob í leikslok. „Það er auðvitað sárt að tapa í síðasta leik en þegar maður spilar lengi þá kynnist maður því að maður tapar og maður sigrar. Þetta er upp og niður. Maður reynir bara að hugsa út í það jákvæða á ferlinum og hvað þetta var allt skemmtilegt. Ég reyni bara að vera sáttur,“ sagði Jakob Örn. Bakvörðurinn sem er uppalinn í Vesturbænum spilaði stóran hluta ferilsins í Svíþjóð áður en hann sneri aftur heim árið 2019. Engin úrslitakeppni var spiluð í fyrra og frestaðist því titilvörn KR-inga um eitt ár en liðið hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð. „Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við koma flatir inn í leikinn og náðum aldrei að komast í takt við leikinn og náðum heldur ekki að komast nálægt þeim. Þeir voru alltaf með þessa forystu 10-12 stig og hún endaði í 18. Þeir voru alltaf með stjórn á leiknum og við vorum að elta. Þetta var bara erfitt.“ Aðspurður að því hvers vegna KR-ingar komu svona flatir inn í leikinn var Jakob ekki alveg viss. „Það er erfitt að segja. Við höfum alltaf byrjað leikina vel, alla leiki á móti Keflavík í vetur. Fyrri hálfleikur hefur verið flottur hjá okkur en það var ekki þannig í dag. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvers vegna en það er alltaf erfitt að spila á móti svona góðu liði og sérstaklega þegar þú þarft að elta allan leikinn. Þeir eru með frábæran leikstjórnanda, þeir spila sem lið og kunna körfubolta, þannig þetta var erfitt,“ svaraði Jakob Örn. KR lagði mikla áherslu á því að stöðva Deane Williams og Dominykas Milka í leiknum og það gekk ágætlega framan af fyrsta leikhluta. KR-ingar þvinguðu þá í erfið skot og af gólfinu var Milka í 1/3 og Deane 3/6. Við það opnaðist þó fyrir aðra menn eins og Calvin Burks sem lét vaða að vild og var stigahæstur Keflvíkinga í fyrsta leikhluta með 9 stig. „Þeir spila saman og þeir taka það sem vörnin gefur þeim. Við stóluðum kannski of mikið á að reyna að stoppa þá [Williams og Milka] og sjá hvað hinir myndu gera en þeir bara stigu upp og settu skot og þá varð þetta enn erfiðara. Þeir voru alltaf með menn tilbúna inn á. Það er erfitt að stoppa þá þegar þeir finna alltaf besta opna skotið,“ sagði Jakob að lokum í sínu síðasta viðtali sem körfuboltaleikmaður.
Dominos-deild karla KR Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik