Frelsaði fórnarlömb Auschwitz 21 árs og varð síðar heimsþekktur skylmingakappi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 08:30 David Dushman vissi ekki um tilvist Auschwitz þegar herdeild hans bar þar að og það var ekki fyrr en nokkru seinna að hann komast að því hvaða voðaverk hefðu verið framin þar. AP/Markus Schreiber „Þau stóðu þarna, öll í fangaklæðum... augu, bara augu; þetta var hræðilegt, alveg hræðilegt.“ Þannig lýsti David Dushman aðkomunni þegar hann og félagar hans óku niður gaddavírsgirðingarnar í Auschwitz 27. janúar 1945. Dushman er látinn, síðastur þeirra sem komu að því að frelsa eftirlifandi fórnarlömb nasista í útrýmingarbúðunum alræmdu, þar sem 1,1 milljón var myrt í seinni heimstyrjöldinni. Hann var 98 ára. Dushman var aðeins 21 árs þegar herdeildin hans kom að Auschwitz. Þá var hann einn af aðeins 69 af 12 þúsund hermönnum hersveitarinnar sem lifðu stríðið. Dushman særðist alvarlega og missti lunga en varð engu að síður einn fremsti skylmingamaður Sovétríkjanna og einn besti þjálfari greinarinnar, samkvæmt Alþjóðlegu Ólympíunefndinni. Dushman þjálfaði kvennalið Sovétríkjanna í meira en 30 ár og varð vitni að hryðjuverkaárásinni á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. „Við heyrðum byssuskot og nið frá þyrlum fyrir ofan okkur. Við bjuggum hinum megin frá ísraelska liðinu. Við og allt hitt íþróttafólkið vorum skelfingu lostin,“ sagði hann í samtali við Abendzeitung árið 2018. „Þegar við kynntumst árið 1970 bauð hann mér strax vináttu og ráðgjöf, þrátt fyrir persónulega reynslu sína af seinni heimstyrjöldinni og Auschwitz og þá staðreynd að hann væri gyðingur,“ segir Thomas Bach, skylmingakappi og forseti Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar. Dushman kenndi skylmingar þar til fyrir fjórum árum. Hernaður Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Sovétríkin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Dushman er látinn, síðastur þeirra sem komu að því að frelsa eftirlifandi fórnarlömb nasista í útrýmingarbúðunum alræmdu, þar sem 1,1 milljón var myrt í seinni heimstyrjöldinni. Hann var 98 ára. Dushman var aðeins 21 árs þegar herdeildin hans kom að Auschwitz. Þá var hann einn af aðeins 69 af 12 þúsund hermönnum hersveitarinnar sem lifðu stríðið. Dushman særðist alvarlega og missti lunga en varð engu að síður einn fremsti skylmingamaður Sovétríkjanna og einn besti þjálfari greinarinnar, samkvæmt Alþjóðlegu Ólympíunefndinni. Dushman þjálfaði kvennalið Sovétríkjanna í meira en 30 ár og varð vitni að hryðjuverkaárásinni á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. „Við heyrðum byssuskot og nið frá þyrlum fyrir ofan okkur. Við bjuggum hinum megin frá ísraelska liðinu. Við og allt hitt íþróttafólkið vorum skelfingu lostin,“ sagði hann í samtali við Abendzeitung árið 2018. „Þegar við kynntumst árið 1970 bauð hann mér strax vináttu og ráðgjöf, þrátt fyrir persónulega reynslu sína af seinni heimstyrjöldinni og Auschwitz og þá staðreynd að hann væri gyðingur,“ segir Thomas Bach, skylmingakappi og forseti Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar. Dushman kenndi skylmingar þar til fyrir fjórum árum.
Hernaður Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Sovétríkin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira