Táningurinn vann 120 milljónir eftir hrun Thompson Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 09:30 Yuka Saso á röltinu með verðlaunagripinn glæsilega. Getty/Santiago Mejia Yuka Saso varð í gær fyrst Filippseyinga til að fagna sigri á risamóti í golfi þegar hún vann Opna bandaríska mótið eftir þriggja holu bráðabana. Saso, sem er aðeins 19 ára gömul, og hin japanska Nasa Hataoka léku hringina fjóra á -4 höggum hvor. Því þurfti bráðabana til að skera úr um sigurvegara, og hvor þeirra fengi eina milljón Bandaríkjadala fyrir efsta sætið, eða jafnvirði 120 milljóna króna. Hataoka fékk tæplega 50 milljónum króna minna fyrir 2. sætið. Saso tryggði sér sigurinn með þriggja metra pútti á þriðju holu bráðabanans og varð þar með annar táningurinn í sögunni til að vinna Opna bandaríska. Hin er Inbee Park sem vann mótið árið 2008. Yuka Saso var ánægð með stuðninginn sem hún fékk frá löndum sínum í Kaliforníu í gær.Getty/Ezra Shaw Byrjaði skelfilega en bætti fyrir það Hin bandaríska Lexi Thompson var í góðum málum fyrir lokadaginn en kastaði frá sér sigrinum á síðustu níu holum mótsins, þar sem hún fékk þrjá skolla og einn skramba. Hún lék síðasta hringinn því á fjórum höggum yfir pari og lauk keppni í 3. sæti, höggi á eftir Saso og Hataoka. Saso fékk sjálf tvo skramba á fyrstu þremur holunum í gær en bjargaði sér fyrir horn og fékk til að mynda tvo fugla á síðustu þremur holunum. „Ég var í raun svolítið niðurdregin,“ sagði Saso um byrjunina á lokahringnum. „En kylfuberinn minn ræddi við mig og sagði: „Haltu bara áfram. Það eru svo margar holur eftir.“ Það gerði ég,“ sagði Saso sem varð atvinnukylfingur í nóvember 2019. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna bandaríska Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Saso, sem er aðeins 19 ára gömul, og hin japanska Nasa Hataoka léku hringina fjóra á -4 höggum hvor. Því þurfti bráðabana til að skera úr um sigurvegara, og hvor þeirra fengi eina milljón Bandaríkjadala fyrir efsta sætið, eða jafnvirði 120 milljóna króna. Hataoka fékk tæplega 50 milljónum króna minna fyrir 2. sætið. Saso tryggði sér sigurinn með þriggja metra pútti á þriðju holu bráðabanans og varð þar með annar táningurinn í sögunni til að vinna Opna bandaríska. Hin er Inbee Park sem vann mótið árið 2008. Yuka Saso var ánægð með stuðninginn sem hún fékk frá löndum sínum í Kaliforníu í gær.Getty/Ezra Shaw Byrjaði skelfilega en bætti fyrir það Hin bandaríska Lexi Thompson var í góðum málum fyrir lokadaginn en kastaði frá sér sigrinum á síðustu níu holum mótsins, þar sem hún fékk þrjá skolla og einn skramba. Hún lék síðasta hringinn því á fjórum höggum yfir pari og lauk keppni í 3. sæti, höggi á eftir Saso og Hataoka. Saso fékk sjálf tvo skramba á fyrstu þremur holunum í gær en bjargaði sér fyrir horn og fékk til að mynda tvo fugla á síðustu þremur holunum. „Ég var í raun svolítið niðurdregin,“ sagði Saso um byrjunina á lokahringnum. „En kylfuberinn minn ræddi við mig og sagði: „Haltu bara áfram. Það eru svo margar holur eftir.“ Það gerði ég,“ sagði Saso sem varð atvinnukylfingur í nóvember 2019. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira