Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre skrifa 7. júní 2021 08:00 Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun