Diskóljós á Alþingi Einar A. Brynjólfsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun