Ætlar frekar að spila með Kalla kanínu en á Ólympíuleikunum Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 16:31 LeBron James fórnar höndum í tapinu gegn Phoenix Suns í nótt. Getty/Keith Birmingham Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James er kominn í sumarfrí í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gaf sterklega til kynna að hann myndi ekki nýta fríið til að búa sig undir og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James. NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
James og félagar í LA Lakers féllu í nótt úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA, eftir 103-100 tap gegn Phoenix Suns og þar með 4-2 tap í einvígi liðanna. Meiðsli hafa gert James og fleirum í liði Lakers erfitt fyrir að verja titilinn, eftir stysta hlé á milli leiktíða í sögu NBA-deildarinnar, og nú er ljóst að það tókst ekki. Keppni í körfubolta karla á Ólympíuleikunum hefst 25. júlí og lýkur 7. ágúst. James ætlar ekki að spila með Bandaríkjunum þar og nýtti tækifærið, aðspurður um Ólympíuleikana, til að minna á kvikmyndina Space Jam 2 sem sýnd verður í sumar. Í Space Jam 2 er James í aðalhlutverki ásamt fleiri körfuboltamönnum og að sjálfsögðu teiknimyndafígúrum á borð við Kalla kanínu, Oddi önd, Tasmaníuskollanum og fleirum. „Ég held að ég muni frekar spila fyrir „Tune-hópinn“ í sumar en á Ólympíuleikunum,“ sagði James eftir tapið í nótt, og vísaði til liðsins sem hann spilar með í Space Jam 2, og Michael Jordan spilaði með í Space Jam. „Það er það sem ég einbeiti mér að. Að reyna að vinna „Goon-hópinn“ eins og við köllum þá núna. Mér gekk ekkert sérstaklega vel á móti Suns svo að núna fer ég að hugsa um Goon-hópinn um miðjan júlí,“ sagði James, en þá verður kvikmyndin frumsýnd. James sagði að aðalatriðið fyrir Lakers væri að Anthony Davis næði fullri heilsu í sumar. „Ég þarf líka að leyfa ökklanum að jafna sig. Ég veit að ég verð orðinn hundrað prósent þegar tímabilið hefst í október og við byggjum á því. Þetta ætti að gefa okkur mesta möguleika á árangri á næstu leiktíð,“ sagði James.
NBA Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. 4. júní 2021 07:30
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik