Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:53 Minnisvarði með nöfnum þeirra 96 stuðningsmanna Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu við Anfield Road. Vísir/EPA Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu. Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu.
Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira