Skoðun

Rot­högg ríkis­stjórnarinnar á heil­brigðis­kerfið

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Jæja, þar kom að því. Með samstilltu átaki sínu tókst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar að stöðva starfsemi sérfræðinga í Domus Medica. Það er eitthvað sem meiri háttar áföllum og erfiðleikum, þar með talið hruninu 2008, tókst ekki að gera.

Í 55 ára sögu sinni hefur Domus Medica skipt lykilmáli í því að tryggja Íslendingum fjölbreytta og framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Nú getur reksturinn ekki haldið áfram miðað við þá framtíðarsýn og ríkisvæðingarstefnu sem stjórnvöld hafa mótað. Það segir Jón Gauti Jónsson, framkvæmdarstjóri Domus Medica í Morgunblaðinu í dag.

Það er sennilega ástæða til að óska ríkisstjórninni til hamingju með áfangann. Af mörgum þungum höggum á sjálfstætt starfandi sérfræðinga og stofur síðustu fjögur árin er þetta líklega það þyngsta, rothögg. Það er verst hverjir líða fyrir: Heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðiskerfið og almenningur.

Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×