Ekkert sem bendir til gesta úr geimnum en geta ekki útilokað það Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2021 07:55 Bandarísk yfirvöld eru sögð hafa nokkrar áhyggjur af því að geta ekki borið kennsl á fyrirbærin. Skjáskot Bandarísk yfirvöld hafa ekki fundið neinar vísbendingar um að óútskýrð fljúgandi fyrirbæri sem herflugmenn hafa orðið varir við séu gestir utan úr geimnum. Þeir hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvað um ræðir. Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent verður bandaríska þinginu 25. júní næstkomandi. New York Times hefur eftir hátt settum heimildarmönnum að ekki sé hægt að rekja meirihluta 120 tilvika síðustu tveggja áratuga til bandaríska hersins eða annarra opinberra stofnana. Þetta er sagt útiloka þann möguleika að um sé að ræða tilraunir með nýja tækni. Heimildarmenn New York Times segja loðnar niðurstöður skýrslunnar þýða að stjórnvöld geti ekki útilokað að fyrirbærin séu svokallaðar „geimverur“. Bandaríska þjóðin hefur löngum verið heilluð af UFO-um; óútskýrðum fljúgandi fyrirbærum. Áhuginn hefur meðal annars birst í langlífum samsæriskenningum um herstöðina á „Svæði 51“ og gríðarlegum vinsældum sjónvarpsþátta á borð við X-Files. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lagði sitt á vogaskálarnar í síðustu viku, þegar hann átti samtal við spjallþáttastjórnandann James Corden. „Sannleikurinn er sá, og ég segi þetta í fullri alvöru,“ sagði Obama, „að það eru til upptökur og gögn um fyrirbæri á himnunum sem við getum ekki útskýrt.“ Í skýrslunni segir að það sé vissulega erfitt að útskýra ýmislegt við fyrirbærin, til dæmis hröðun þeirra og getu til að skipta skyndilega um stefnu og fara á kaf undir vatn. Einn heimildarmaður New York Times sagði að á sama tíma og yfirvöld væru þess fullviss að ekki væri um að ræða bandaríska tækni, hefðu hermálayfirvöld nokkrar áhyggjur af því að um væri að ræða erlenda tækni, til dæmis kínverska eða rússneska. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu sem afhent verður bandaríska þinginu 25. júní næstkomandi. New York Times hefur eftir hátt settum heimildarmönnum að ekki sé hægt að rekja meirihluta 120 tilvika síðustu tveggja áratuga til bandaríska hersins eða annarra opinberra stofnana. Þetta er sagt útiloka þann möguleika að um sé að ræða tilraunir með nýja tækni. Heimildarmenn New York Times segja loðnar niðurstöður skýrslunnar þýða að stjórnvöld geti ekki útilokað að fyrirbærin séu svokallaðar „geimverur“. Bandaríska þjóðin hefur löngum verið heilluð af UFO-um; óútskýrðum fljúgandi fyrirbærum. Áhuginn hefur meðal annars birst í langlífum samsæriskenningum um herstöðina á „Svæði 51“ og gríðarlegum vinsældum sjónvarpsþátta á borð við X-Files. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lagði sitt á vogaskálarnar í síðustu viku, þegar hann átti samtal við spjallþáttastjórnandann James Corden. „Sannleikurinn er sá, og ég segi þetta í fullri alvöru,“ sagði Obama, „að það eru til upptökur og gögn um fyrirbæri á himnunum sem við getum ekki útskýrt.“ Í skýrslunni segir að það sé vissulega erfitt að útskýra ýmislegt við fyrirbærin, til dæmis hröðun þeirra og getu til að skipta skyndilega um stefnu og fara á kaf undir vatn. Einn heimildarmaður New York Times sagði að á sama tíma og yfirvöld væru þess fullviss að ekki væri um að ræða bandaríska tækni, hefðu hermálayfirvöld nokkrar áhyggjur af því að um væri að ræða erlenda tækni, til dæmis kínverska eða rússneska. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira