Forysta í verki Jóhannes Stefánsson skrifar 4. júní 2021 07:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Jóhannes Stefánsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra fyrir 20 mánuðum síðan. Þegar hún tók við þessu nýja hlutverki var henni ekki spáð góðum árangri, ýmist vegna aldurs, reynslu, bakgrunns eða kyns. Mörgum þótti forysta Sjálfstæðisflokksins tefla á tæpasta vað með því að gefa Áslaugu tækifæri til að sanna sig. Megnið af þeim tíma hefur hún staðið í brúnni í afar erfiðum aðstæðum, miðjum heimsfaraldri, í krefjandi ráðuneyti. Með frammistöðu sinni á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna hins vegar sýnt að henni er fyllilega treystandi fyrir forystuhlutverki. Hrakspár um getuleysi hennar vegna reynsluleysis reyndust alfarið rangar. Sem dómsmálaráðherra hefur hún bæði verið afar afkastamikil en ekki síður komið góðum og mikilvægum málum í höfn. Áslaug Arna hefur á stuttum tíma leitt fjölda góðra breytinga. Sem dæmi má nema aukna rafræna þjónustu (t.a.m. rafræn ökuskírteini), endurskoðun á úreltum lögum um mannanöfn, löggjöf um skipta búsetu barns og refsingar við dreifingu nektarmynda án leyfis. Sömuleiðis hefur hún sýnt vilja í verki til að stíga skref í frjálsræðisátt í viðskiptum með áfengi. Opnun nýlegrar franskrar vefverslunar, sem er með lager hér á landi, sýnir svart á hvítu um hve augljóst mál er þar að ræða. Að sjálfsögðu eiga innlend fyrirtæki ekki að búa við lakara viðskiptafrelsi en erlend, eins og Áslaug hefur bent á. Á kjörtímabilinu hefur Áslaug Arna mætt mótlæti og erfiðleikum af miklu æðruleysi og yfirvegun. Það er eiginleiki sem er leiðtogum gríðarlega mikilvægur. Henni tókst til að mynda að sætta áralangar deilur innan lögreglunnar, sem höfðu verið háðar fyrir opnum tjöldum. Það gerði hún með farsælum hætti og er eitthvað sem forverum hennar tókst ekki að gera. Þá hefur Áslaug sýnt að hún er fær um að standa og falla með eigin ákvörðunum – sem hún tekur eftir eigin sannfæringu, ólíkt því sem spáð hafði verið í upphafi kjörtímabils. Þetta sást vel á því hvernig Áslaug gætti að mannréttindum, lögum og reglum á meðan aðrir stjórnmálamenn fuku eins og lauf í vindi yfir múgsefjun og hræðslu í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meðal ungra frambjóðenda stendur Áslaug Arna fremst meðal jafningja. Heilt yfir er hún einn af okkar bestu stjórnmálaleiðtogum, en hún er náttúrulegur leiðtogi. Auk þess er hún sterk fyrirmynd margra ungra kvenna. Ég vona að Sjálfstæðismönnum beri gæfa til þess að veita Áslaugu Örnu brautargengi í prófkjöri flokksins núna um helgina með því að kjósa hana í fyrsta sætið í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar