Lífið

Týpur sem flestir ættu að kannast við

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Arndís Egilsdóttir. 
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Arndís Egilsdóttir.  Ísland í dag

Myndin Saumaklúbburinn er komin í bíó. Sindri Sindrason hitti aðalleikonur myndarinnar í drykk og ræddi um karakterana og gerð myndarinnar.

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Arndís Egilsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir leika í þessari nýju gamanmynd í leikstjórn Göggu Jónsdóttur eftir handriti hennar og Snjólaugar Lúðvíksdóttur.

Fimm konur á besta aldrei skella sér saman í bústað til að hafa gaman. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar vínið er farið að segja til sín. Þær segja að um sé að ræða fimm persónur sem flestir ættu að kannast við. 

„Karakterarnir eru vel skrifaðir af því að þeir ganga upp og þær eru mannlegar. Þær eru skemmtilegar og fyndnar,“ segir Helga Braga.

Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Kenna milljónum einstaklinga sjálfsvörn á TikTok

Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn hafa fengið um 30 milljón áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok eftir að þau byrjuðu að kenna þar sjálfsvörn í stuttum myndskeiðum fyrir örfáum vikum.

Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði

„Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.