Langþreyttir flugmenn Landhelgisgæslunnar Jakob Ólafsson skrifar 2. júní 2021 12:01 Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun