Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 10:30 Teitur Örlygsson var mjög sáttur með fréttir gærkvöldsins eins og sjá má þegar hann mætti í Domino's Körfuboltakvöld eftir leikinn. S2 Sport Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira