Gerir ráð fyrir að vera orðinn forseti aftur í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 09:25 Trump er sagður viss um að hann verði aftur orðinn forseti áður en langt um líður. James Devaney/Images Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára. Maggie Haberman, blaðamaður hjá New York Times, greinir frá þessum hugmyndum forsetans fyrrverandi á Twitter. „Trump hefur sagt fjölda fólks sem hann er í samskiptum við að hann geri ráð fyrir því að vera settur aftur í embætti fyrir ágúst (nei, það er ekki þannig sem hlutirnir gagna fyrir sig, ég er bara að deila upplýsingum),“ skrifar Haberman á Twitter. Trump has been telling a number of people he’s in contact with that he expects he will get reinstated by August (no that isn’t how it works but simply sharing the information). https://t.co/kaXSXKnpF0— Maggie Haberman (@maggieNYT) June 1, 2021 Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd, að Trump geti einfaldlega verið settur aftur í embætti á næstu mánuðum, átt auknu fylgi að fagna meðal stuðningsmanna forsetans fyrrverandi. Á viðburði sem haldinn var í Dallas um helgina undir merkjum guðsótta og þjóðernishyggju sagði Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður fyrir framboð Trumps, að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og uppskar mikla gleði viðstaddra. „Valdarán í anda Mjanmar“ Greint hefur verið frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, virtist á sama viðburði sýna hugmynd um „valdarán í anda Mjanmar,“ hugsað til þess að koma Trump aftur til valda, stuðning. Here is video of former general and National Security Advisor Mike Flynn calling for a Myanmar-like coup to replace the sitting U.S. president with Donald Trump. The talk of war is very real. pic.twitter.com/1GoP5OG1He— justin glawe (@JustinGlawe) May 30, 2021 Í febrúar á þessu ári framdi mjanmarski herinn valdarán í landinu og fangelsaði Aung San Suu Kyi, kjörinn leiðtoga landsins. Í kjölfarið spratt upp mikil mótmælaalda sem herinn hefur svarað með hörku, þannig að fjöldi mótmælenda hefur verið drepinn. Flynn hefur síðan hafnað því að hafa opinberlega veitt hugmyndinni um valdarán stuðning og sakað bandaríska fjölmiðla um falsfréttaflutning, líkt og Trump sjálfur hefur oft gert í gegnum tíðina. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Maggie Haberman, blaðamaður hjá New York Times, greinir frá þessum hugmyndum forsetans fyrrverandi á Twitter. „Trump hefur sagt fjölda fólks sem hann er í samskiptum við að hann geri ráð fyrir því að vera settur aftur í embætti fyrir ágúst (nei, það er ekki þannig sem hlutirnir gagna fyrir sig, ég er bara að deila upplýsingum),“ skrifar Haberman á Twitter. Trump has been telling a number of people he’s in contact with that he expects he will get reinstated by August (no that isn’t how it works but simply sharing the information). https://t.co/kaXSXKnpF0— Maggie Haberman (@maggieNYT) June 1, 2021 Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd, að Trump geti einfaldlega verið settur aftur í embætti á næstu mánuðum, átt auknu fylgi að fagna meðal stuðningsmanna forsetans fyrrverandi. Á viðburði sem haldinn var í Dallas um helgina undir merkjum guðsótta og þjóðernishyggju sagði Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður fyrir framboð Trumps, að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og uppskar mikla gleði viðstaddra. „Valdarán í anda Mjanmar“ Greint hefur verið frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, virtist á sama viðburði sýna hugmynd um „valdarán í anda Mjanmar,“ hugsað til þess að koma Trump aftur til valda, stuðning. Here is video of former general and National Security Advisor Mike Flynn calling for a Myanmar-like coup to replace the sitting U.S. president with Donald Trump. The talk of war is very real. pic.twitter.com/1GoP5OG1He— justin glawe (@JustinGlawe) May 30, 2021 Í febrúar á þessu ári framdi mjanmarski herinn valdarán í landinu og fangelsaði Aung San Suu Kyi, kjörinn leiðtoga landsins. Í kjölfarið spratt upp mikil mótmælaalda sem herinn hefur svarað með hörku, þannig að fjöldi mótmælenda hefur verið drepinn. Flynn hefur síðan hafnað því að hafa opinberlega veitt hugmyndinni um valdarán stuðning og sakað bandaríska fjölmiðla um falsfréttaflutning, líkt og Trump sjálfur hefur oft gert í gegnum tíðina.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51
Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40