Ofurframlína hjá Frökkum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 09:31 Það er ekkert grín að reyna að stoppa þá Karim Benzema og Kylian Mbappe sitt í hvoru lagi hvað þá að eiga við þá þegar þeir eru farnir að vinna saman inn á vellinum. Getty/Quality Sport Images Knattspyrnuáhugafólk gæti séð svolítið í kvöld sem það hefur aldrei séð áður. Frakkar geta nefnilega stillt upp mjög áhugaverðari framlínu í vináttuleik á móti Wales. Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Heimsmeistarar Frakka eru að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið í sumar en þeir fengu silfur á heimavelli sumarið 2016 og hafa því komist í úrslitaleikinn á síðustu tveimur stórmótum fótboltans. Liðið er nú komið saman og hefur hafið lokaundirbúning sinn fyrir mótið. Liður í því er að spila vináttuleiki og í kvöld mæta Frakkarnir liði Wales. Dream trio of forwards??? @equipedefrance coach Didier Deschamps has dropped hints that @Benzema, @AntoGriezmann, and @KMbappe could all start together for the first time in the friendly against @FAWales! https://t.co/dEMTK5nWIT— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 2, 2021 Á blaðamannafundi fyrir leikinn þá var ekki að heyra annað á franska landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps að hann ætlaði að frumsýna nýja framlínu í kvöld. Deschamps verður væntanlega með þá Karim Benzema, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann í framlínunni í fyrsta sinn þegar hann sendir lið út á völl í kvöld. Allir eru þeir lykilmenn í sóknarleik þriggja af stærstu fótboltaklúbbum heims, Real Madrid, Paris Saint-Germain og Barcelona. Deschamps er nefnilega með Real Madrid manninn Karim Benzema í landsliði sínu í fyrsta sinn í fimm ár en svo langur tími er liðin síðan Benzema lék sinn síðasta landsleik. Benzema var settur út í kuldann eftir deilur við Deschamps. Síðan þá hefur Karim Benzema raðað inn mörkum hjá Real Madrid og hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn besti framherji heims. Frakkar unnu samt silfur á EM og gull á HM án hans. Deschamps worked again today with this team in a 4-4-2 diamond formation to play against Wales tomorrow: Lloris - Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez - Pogba, Tolisso, Rabiot - Griezmann - Benzema, Mbappé.Put Kanté instead of Tolisso and you have the team for the Germany game?— Julien Laurens (@LaurensJulien) June 1, 2021 Nú ætla Frakkar hins vegar að gera allt til að vinna báða stóru titlana og Deschamps fannst því kominn tími á slyðra sverðin og kalla á Benzema. Frumsýningin í kvöld mun síðan gefa okkur sýnishorn af því hvernig lið ráða við að mæta framlínu með þeim Benzema, Mbappe og Griezmann. Allt eru þetta ólíkir leikmenn og frábærir hver á sinn hátt. Það yrði því frábærar fréttir fyrir Frakka ef þeir ná vel saman í þessum fyrsta leik sínum í framlínu franska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti