Ekki gleyma okkur – við eigum mikið undir! Laufey Sif Lárusdóttir skrifar 1. júní 2021 06:02 Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun