Lögreglumenn óku um borgina og skutu saklausa borgara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2021 13:33 Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í kringum forsetakosningarnar í febrúar. epa/Dai Kurokawa Átta lögreglumenn óku um Kampala í Úganda í nóvember síðastliðnum og skutu á almenna borgara. Að minnsta kosti fjórir létust og fleiri særðust. Aftökurnar voru framkvæmdar undir yfirskini aðgerða gegn mótmælendum. Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Úganda Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mótmælin brutust út þegar stjórnarandstöðuleiðtoginn Robert Kyagulaniyi, betur þekktur undir listamannsnafninu Bobi Wine, var handtekinn en hann hafði boðið sig fram til forseta í kosningum sem fóru fram tveimur mánuðum seinna. Fleiri en 50 létust í átökum mótmælenda og lögreglu og hundruðir særðust, í Kampala og víðar. Forsetinn Yoweri Museveni náði endurkjöri í fimmta sinn í kosningunum en stjórnarandstæðingar segja úrslit kosningana byggja á svikum. Yfirvöld í Úganda lýstu því yfir að allir látnu hafi verið ofbeldisfullir mótmælendur og glæpamenn en hafa síðan dregið í land og játað að saklaust fólk hafi orðið fyrir byssukúlum. Rannsókn BBC Africa Eye leiddi hins vegar í ljós að fjórar manneskjur hefðu látist af höndum lögreglu á Kampala-vegi, auk fimmtán ára drengs og tveggja kvenna sem voru skotin annars staðar í höfuðborginni. Meðal rannsóknargagna var vitnisburður yfir 30 vitna og um 300 klukkustundir af upptökum úr farsímum. Myndskeið og myndir sýna meðal annars hvernig bifreið með átta lögreglumenn innanborðs ekur framhjá hinni 28 ára Kamuyat Ngobi, fjögurra barna móður, þar sem hún er á leið með mat til föður síns í nærliggjandi byggingu. Sekúndum seinna sést hún falla til jarðar eftir að hafa verið skotin í höfuðið. Sama bifreið heldur áfram akstrinum eftir Kampala-vegi og fer meðal annars framhjá veitingastað þar sem tveir eru særðir. Um það bil 60 metrum seinna er John Amera, 31 árs tveggja barna faðir, skotinn í brjóstið. Önnur fórnarlömb voru hinn 23 ára Abbas Kalule og John Kitobe, 72 ára. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Úganda Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira