Létu sig hverfa úr þingsal til að stöðva takmarkanir á kosningarétti Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 11:18 Andstæðingar frumvarps repúblikana mótmælu við ríkisþingið í Austin fyrr í þessum mánuði. Þeir saka repúblikana um að vilja takmarka rétt fólks til þess að kjósa. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi Texas í gripu til þess ráðs að ganga út úr þingsal til þess að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu samþykkt einar umfangsmestu takmarkanir á kosningarétti í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden forseti hefur lýst frumvarpi repúblikana sem „árás á lýðræðið“. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin hafa brugðist við stoðlausum ásökunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að stórfelld svik hafi verið í tafli í forsetakosningunum í nóvember með því að samþykkja lög skerða verulega aðgengi fólks að kjörstöðum. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Allt stefndi í að repúblikönum tækist að koma málinu í gegn fyrir þinglok en þeir fara með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins auk þess sem ríkisstjórinn er repúblikani. Í öldungadeildinni veittu þeir sjálfum sér afbrigði frá þingsköpum til þess að samþykkja frumvarpið á aðfararnótt sunnudags. Þegar frumvarpið gekk til fulltrúadeildar ríkisþingsins létu þingmenn demókrata sig hverfa, einn á fætur öðrum, þar til ekki voru nægilega margir í salnum til að halda atkvæðagreiðslu. Hundrað þingmenn þarf til fyrir ákvörðunarbæran meirihluta á ríkisþingi Texas, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata segja að þeir hafi ekki lagt upp með að neita repúblikönum um ákvörðunarbæran meirihluta en þegar til kastanna kom hafi þeir fengi yfir sig nóg af því að repúblikanar ætluðu sér að koma í veg fyrir frekari umræður um frumvarpið og þvinga það í gegn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, (t.v.) með Trump. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa nýtt sér lygar Trump um kosningarnar til þess að herða lög um kosningar.Vísir/EPA Aukafundur til að samþykkja frumvarpið Líklegt er að demókratar hafi aðeins unnið áfangasigur því Greg Abbott, ríkisstjóri og repúblikani, hefur þegar sagst ætla að nýta heimild sína til þess að kalla þingið saman til aukafundar svo hægt verði að gera frumvarpið að lögum. Verði frumvarpið að lögum ættu dómarar auðveldara með að snúa við úrslitum kosninga, líkt og stuðningsmenn Trump reyndu að gera um margra mánaða skeið eftir kosningarnar í haust. Þá vilja repúblikanar banna bílalúgur á kjörstöðum og að kjörstaðir séu opnir allan sólarhringinn. Harris-sýsla, helsta vígi demókrata í Texas, bauð upp á hvoru tveggja til þess lágmarka áhættu í kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Þá voru demókratar afar ósáttir við breytingar sem repúblikanar gerðu á upphaflega frumvarpinu sem myndu banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir klukkan 13:00 á sunnudögum. Það er tími sem margir svartir kirkjugestir hafa farið á til að nýta kosningarétt sinn. Blökkumenn eru mun líklegri til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Stórfyrirtæki eins og American Airlines og Dell sem hafa höfuðstöðvar sínar í Texas höfðu mótmælt frumvarpi repúblikana. Þær mótbárur féllu á dauf eyru repúblikana og lognuðust þær að mestu út af. Biden forseti hefur kallað frumvarpið „óbandarísk“ og flokkssystkini hans í Texas líkja þeim við Jim Crow-lögin svonefndu sem gerðu svörtum Bandaríkjamönnum nær ómögulegt að kjósa í suðurríkjunum langt fram eftir 20. öldinni, að sögn Washington Post. Ekki er fordæmalaust að flokkarnir grípi til þess ráðs að yfirgefa þingfund eða mæta ekki til fundar til þess að stöðva frumvörp meirihlutans. Demókratar gerðu það í tvígang í Texas árið 2003 til þess að reyna að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu teiknað upp ný kjördæmamörk. Repúblikanar höfðu sitt fram þrátt fyrir allt á endanum. Repúblikanar á ríkisþingi Oregon flúðu höfuðborgina Salem til að koma í veg fyrir að demókratar, sem voru með meirihluta, gætu samþykkt aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tvígang 2019 og 2020. Í fyrra skiptið földu þingmenn flokksins sig í nágrannaríkinu Idaho og tókst þeim þannig að stöðva samþykkt frumvarpsins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin hafa brugðist við stoðlausum ásökunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að stórfelld svik hafi verið í tafli í forsetakosningunum í nóvember með því að samþykkja lög skerða verulega aðgengi fólks að kjörstöðum. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Allt stefndi í að repúblikönum tækist að koma málinu í gegn fyrir þinglok en þeir fara með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins auk þess sem ríkisstjórinn er repúblikani. Í öldungadeildinni veittu þeir sjálfum sér afbrigði frá þingsköpum til þess að samþykkja frumvarpið á aðfararnótt sunnudags. Þegar frumvarpið gekk til fulltrúadeildar ríkisþingsins létu þingmenn demókrata sig hverfa, einn á fætur öðrum, þar til ekki voru nægilega margir í salnum til að halda atkvæðagreiðslu. Hundrað þingmenn þarf til fyrir ákvörðunarbæran meirihluta á ríkisþingi Texas, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata segja að þeir hafi ekki lagt upp með að neita repúblikönum um ákvörðunarbæran meirihluta en þegar til kastanna kom hafi þeir fengi yfir sig nóg af því að repúblikanar ætluðu sér að koma í veg fyrir frekari umræður um frumvarpið og þvinga það í gegn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, (t.v.) með Trump. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa nýtt sér lygar Trump um kosningarnar til þess að herða lög um kosningar.Vísir/EPA Aukafundur til að samþykkja frumvarpið Líklegt er að demókratar hafi aðeins unnið áfangasigur því Greg Abbott, ríkisstjóri og repúblikani, hefur þegar sagst ætla að nýta heimild sína til þess að kalla þingið saman til aukafundar svo hægt verði að gera frumvarpið að lögum. Verði frumvarpið að lögum ættu dómarar auðveldara með að snúa við úrslitum kosninga, líkt og stuðningsmenn Trump reyndu að gera um margra mánaða skeið eftir kosningarnar í haust. Þá vilja repúblikanar banna bílalúgur á kjörstöðum og að kjörstaðir séu opnir allan sólarhringinn. Harris-sýsla, helsta vígi demókrata í Texas, bauð upp á hvoru tveggja til þess lágmarka áhættu í kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Þá voru demókratar afar ósáttir við breytingar sem repúblikanar gerðu á upphaflega frumvarpinu sem myndu banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir klukkan 13:00 á sunnudögum. Það er tími sem margir svartir kirkjugestir hafa farið á til að nýta kosningarétt sinn. Blökkumenn eru mun líklegri til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Stórfyrirtæki eins og American Airlines og Dell sem hafa höfuðstöðvar sínar í Texas höfðu mótmælt frumvarpi repúblikana. Þær mótbárur féllu á dauf eyru repúblikana og lognuðust þær að mestu út af. Biden forseti hefur kallað frumvarpið „óbandarísk“ og flokkssystkini hans í Texas líkja þeim við Jim Crow-lögin svonefndu sem gerðu svörtum Bandaríkjamönnum nær ómögulegt að kjósa í suðurríkjunum langt fram eftir 20. öldinni, að sögn Washington Post. Ekki er fordæmalaust að flokkarnir grípi til þess ráðs að yfirgefa þingfund eða mæta ekki til fundar til þess að stöðva frumvörp meirihlutans. Demókratar gerðu það í tvígang í Texas árið 2003 til þess að reyna að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu teiknað upp ný kjördæmamörk. Repúblikanar höfðu sitt fram þrátt fyrir allt á endanum. Repúblikanar á ríkisþingi Oregon flúðu höfuðborgina Salem til að koma í veg fyrir að demókratar, sem voru með meirihluta, gætu samþykkt aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tvígang 2019 og 2020. Í fyrra skiptið földu þingmenn flokksins sig í nágrannaríkinu Idaho og tókst þeim þannig að stöðva samþykkt frumvarpsins.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22
Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52
Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent